Drap ofveiði þorskstofninn við Nýfundnaland?

Enn er staðfastlega haldið fram að þorskstofninn við Nýfundnaland hafi verið veiddur upp á árunum 1980-1990. Þá er fullyrt að hann hafi enn ekki náð sér eftir 20 ára friðun. Sú fullyrðing segir óbeint að honum hefði sem sagt verið útrýmt með veiðum.

Picture1 copyÞrátt fyrir að lögð hafi verið fram gögn sem sanna að hann hafi fallið úr hungri er ofveiðinni enn kennt um, þó svo að erlendi flotinn, sem hafði verið þarna að veiðum áratugum saman, hafi verið reknir úr landhelginni 1976.

Þrátt fyrir lögð séu fram gögn, frásagnir sjómanna og ljósmyndir, er enn fullyrt að þarna sé fisklaust. Að mínu mati er þetta gert til að halda lífinu í ofveiðinni sem stjórntæki, skapa ótta, þar með skortstöðu, sem  viðheldur kvótakerfum og sægreifaveldi.

Ég setti saman glærusýningu sem sýnir að ekki var um ofveiði að ræða og að þorskurinn hafi komið sterklega til baka fyrir  a.m.k. 5 árum síðan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er það ekki bara afgreitt mál hjá Hafró allra þjóða að hver sá þorskur sem veiddur er það er ofveiddur þoskur. Líklega hagnast útgerð á Íslandi ekki jafn mikið á nokkrum afla sem ofveiddum þorski.

Árni Gunnarsson, 12.2.2010 kl. 22:42

2 identicon

Gott kvöld; Jón - sem og, þið aðrir, hér á síðu hans !

Þakka þér fyrir; þessar gagnlegu ábendingar, Jón.

Ætli það séu ekki; svona, viðlíka meinvarpa stofnanir, sem Hafrannsókna   stofnun Jóhanns Sigurjónssonar; frænda míns, og hans fólks, sem eiga sinn þáttinn í, hversu komið er málum, nú um stundir ?

Fæ ekki séð; að skaða ylli miklum, þó svo horfið yrði aftur, til áranna 1970 - 1975, í almennri sjósókn, hér við Íslands strendur.

Um Nýfundnalands mið; vil ég ekkert alhæfa, enda full ungur að árum til þess, að geta dregið beinar og rökstuddar ályktanir, þar um.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

(fyrrum birgðavörður; freðfiskjar, hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf, árin 1983 - 1991, og Sérhæfður fiskvinnzlumaður, að nokkru) 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband