4.2.2010 | 17:58
Brussel vill stjórna öllum fiskveiðum
Ég fékk nýlega fréttabréf FAL, sem er eitt af sjómannafélögunum í Skotlandi. Þar er m.a. fjallað um væntanlegan niðurskurð á aflakvótum í Norðursjó, viðbrögð FAL við Grænplaggi Evrópusambandisins, en þar er fjallað um framtíðarstefnu EB í fiskveiðimálum. Hún er m.a. sú að öll stjórnun sjávarauðlinda fer til Brussel. Barátta Skota til að hafa eitthvað að segja um nýtingu eigin fiskstofna virðist vonlaust og hefur engu skilað. Þá er grein eftir David Tompsson um einræðið sem Brussel fær skv. Lissabon sáttmálanum.
Meðal annars efnis er uppskrift að girnilegum síldarrétti, sem kemur okkur lítið að gagni þar sem fersk síld er ófáanleg í Fisklandinu.
Væntanlegur niðurskurður í Norðursjó er mikill, 15% í ýsu, 15% í ufsa og 61% í lýsu. Enn er óvíst með þorskinn því EB hefur ekki samið enn við Noreg.
Sem dæmi um niðurskurðinn má taka að 1994 var úthlutað til SFO, eins sjómannasambandanna, rúmum 14000 tonnum af þorski en 2008 var skammturinn kominn í 1800 tonn. Þess ber að geta að flotinn hefur verið skertur um 50% á tímabilinu en sjómenn segja að grjótnógur fiskur sé á slóðinni. Það er ekki bara hér sem reiknikúnstirnar og dellan ráða ferðinni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:30 | Facebook
Athugasemdir
Þessi alþjóðlega hringavitleysa er að verða mér óskiljanleg. Ég þykist að nokkru skilja LÍÚ því þeir vita að tíminn vinnur með þeim ef þeim tekst að vinna að lokum.
Þeir virðast þó ekki skilja að stofnarnir eru í hættu og meiri en minni líkur að því að vistfræðilegar breytingar komi þeim að lokum í koll.
Svo er þetta auðvitað enn ein sönnun þess að pólitísk yfirstjórn sem treystir á vísindamenn er komin í bóndabeygju þess alræðisvalds sem nefnist Exel.
Árni Gunnarsson, 6.2.2010 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.