Náttúrufræðingar á ríkislaunum telja alla dýrastofna í hættu og vilja friða þá flesta

Nýlega flutti Moggi þessa frétt: Erpur Snær Hansen, fuglafræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Suðurlands, segir um 20 þúsund lunda vera veidda hérlendis á ári hverju.

Árið 1995 voru þeir um 250 þúsund. Hann telur þó að betur megi ef duga skal til að stofninn minnki ekki enn frekar.

„Óbreyttar veiðar eins og þær hafa verið undanfarinn áratug vinna mjög sterkt gegn stofnvextinum,” segir Erpur Snær." Rannsóknir og vöxtur á lundastofninum sýna að lunda hefur fækkað mikið við Íslandsstrendur síðustu 30 ár.

Þess vegna hafa Náttúruverndarstofnun og umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið biðlað til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. Erpur virðist hafa litla þekkingu á sögunni, en nánast engin lundaveiði var 1891, en þá skýrðu menn einnig fækkun fuglanna með ofveiði eins og sjá má í gamla textanum frá 1891.

Þá virðast menn ekki skilja að þetta 30 ára fækkunartími tengist því að kvótakerfi og skortveiði á sandsílaætum gæti komið við sögu. En það er klárt að það er fæðuskortur sem hrjáir lundann en ekki ímynduð hlýnun sjávar.

Veiði 1891Ekki má heldur selja rjúpu og veiðar eru mjög takmarkaðar þó Finnur heitinn Jónsson fuglafræðingur hefði haldið því fram að veiðar skýrðu ekki sveiflur í stofninum.

Þá skal sleppa veiddum laxi, og silungi helst líka, til að reyna að halda hrygningarstofninum í hæsti hæðum þó sýnt hafi verið fram á með gögnum og tilraunum að hrygningarstofn laxa hafi alltaf verið og stór í öllum ám í þau rúmu 30 ár sem gögn ná til.

Ekki má veiða sel og varla hval.

Lundi 1Fyrir tilkomu þessara vísindamanna var allt í lagi í náttútunni, stofnar sveifluðust eins og þeir hafa alltaf gert.


Bloggfærslur 2. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband