Loðnan Hafró og laxinn

Ég var í Sjávarútvegsspjalli á Samstöðinni 20. mars 2025 með skipstjórunum Grétari Mar og Ólafi Jónssyni. Þar var nú ekki töluð vitleysan.

Við ræddum um loðnuveiðar og loðnuleit, át þorksins á loðnu og um hrunið sem varð í Noregi 1990 þegar ört stækkandi þorskstofn át upp allt í kring um sig, þám. loðnu og síli svo 70% af langvíustofninum féll úr hor.

40 ára misheppðnaðar tilraunir Hafró til að byggja upp þorskstofninn með því að beita aðhaldi í veiðum voru til umræðu og skortur á viðbrögðum þegar fiskur fer að horast.

Þá tókum við fyrir laxveiðar og nýjustu tísku sem er að sleppa öllum fiski sem tekur agnið, og þau neikvæðu áhrif sem það hefur á seiðaframleiðslu og sýnum niðurstöðu úr tilraunum sem sanna það.

Þetta er klukkutíma spjall, sem aðallega snýst um fiskifræði og árangur kvótakerfa í kring um okkur. Ef menn nenna að horfa og hlusta þá er þarna mikill fróðleikur á ferðinni,- segi ég. https://youtu.be/_B2uIYyTIpA


Bloggfærslur 22. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband