20.11.2022 | 22:46
Tæming Árbæjarlónsins og "landnám" laxins á gamla lónssvæðinu er sögð laxinum til góða. Er það rétt?
Árbæjarlónið í Elliðaánum var tæmt í hitteðfyrra að öllum forspurðum. Íbúar voru óánægðir, svo og aðrir sem þótti lónið, sem var orðið uppistaða fuglalífs, mikil prýði í stað þeirra sviftinga sem áður tíðkuðust vor og haust, að hleypa úr því á vorin svo laxveiðimenn gætu stundað sína iðju og fylla það svo á haustin til að geta framleitt rafmagn yfir vetrartímann. Orkustofnun hundsaði öll mótmæli og neitaði að fylla lónið aftur. Síðan hafa þeir fengið fræðinga fugla og fiska til að mæla gerð sinni bót. Fuglatalningamaður taldi að þessi gjörð hefði ekki haft nein áhrig á fuglalíf, svanirnir af lóninu hefðu bara fundið sér nýjan stað neðan stíflunnar. Fólk var að horfa á þetta í sumar, greyin skildu ekki neitt í neinu, tjörnin þeirra farin svo þeir neyddust til að flytja sig annað, til verri staðar. Nöturlegt. Fiskifræðingurinn mælti þessu bót, sagði brotthvarf lónsins hið besta mál, það væri til bóta fyrir laxinn í Elliðaánum.
https://www.frettabladid.is/frettir/ellidaarlax-nemur-ny-lond-i-lonstaedi/
"Þegar lónið var látið hverfa á braut þá náttúrlega fengust uppeldis- og hrygningarskilyrði á staðnum sem lónið fyllti, segir Jóhannes Sturlaugsson.
Það er ekki verið að endurheimta neitt. Laxinn hefur alltaf hrygnt í Árbæjarkvíslinni, nú, vegna töppunar lónsins hafa bæst við nokkrir tugir metra af rennandi vatni og mögulegt er að rafveiða þarna nú. Jóhannes veiddi þarna í (sennilega) fyrsta skipti í haust og fann auðvitað seiði, þau eru alls staðar.
Niðurstaðan er svo færð í auglýsinga- og áróður til að réttmæta töppun lónsins. Þetta hefur ekkert að gera með "nýtt landnám" laxins. Laxarnir ofan stíflu, sem myndaðir hafa verið mikið, eru sennilega upprunnir í Árbæjarkvíslinni, komnir heim, en þurftu fyrst að fara upp að Hundasteinum og þaðan niður í gamla lónsstæðið eins og þeir hafa alltaf þurft að gera, en ekki er fiskgegnt í lónið norðanmegin, og bíða þess að fara að hrygna þegar tíminn kemur.
Hér er því ekki um neina "viðbót" að ræða heldur áróður í þágu Orkuveitunnar, sem borgar rannsóknir Jóhannesar eiganda Laxfiska. - Maður bítur ekki í höndina á þeim sem ...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)