8.11.2017 | 14:58
Það sem ekki var sagt frá í umfjöllun um veiðar Færeyinga
Ekkert minntist Höskuldur á að fiskidögum hefur verið fækkað úr 40.000 í 18.000 frá 2003, né heldur að skipum sem haldið er út til veiða hefur fækkað um 60% á 8 árum, úr 247 í 72. Litlum trollbátum hefur fækkað úr 17 niður í 5.
Ekki minntist hann heldur á að 60% af landgrunninu eru lokuð fyrir veiðum meir og minna allt árið og að Færeyjabanki, sem áður var ein besta togslóðin, hefur verið lokuð togurum í 25 ár og öllum veiðum frá 2008. Væntanlega er þessum staðreyndum leynt til fá lesandann til að halda að minnkandi afli stafi af ofveiði - og lélegu fiskveiðistjórnarkerfi.
Þá er honum alveg ókunnugt um núverandi ástand á Færeyjamiðum en það er þannig að mjög mikið finnst af ýsuseiðum og mikill uppgangur er í þorski. Afli er góður í troll en lélegur á línu enda fiskurinn í góðu fóðri og í góðum holdum. Ekki er samt slakað á friðun og veiðitakmörkunum og því hætta á að þorskurinn éti sig út á gaddinn og veslist upp úr hor eins og hann gerði eftir 2004. Menn munu því missa af uppsveiflunni fyrir þversumhátt og vankunnáttu "fræðimannanna". Sjá nánar hér:
![]() |
Veiða aðeins lítinn hluta á heimamiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 9.11.2017 kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)