30.11.2017 | 11:27
Getur ekki besta fiskveiðistjórnarkerfið haldið fiskinum á miðunum?
Hún er athyglisverð þessi frétt: "Þorskveiði togara HB Granda hefur verið slök í haust og það sem af er vetri, eða fram að síðustu helgi þegar skipin fengu mjög góðan þorskafla. Fara þarf tíu ár aftur í tímann, eða aftur til þess tíma þegar þorskkvótinn var skertur verulega, til að finna dæmi um jafn slaka þorskveiði á þessum tíma árs".
Fram kemur að afli hafi verið mjög tregur í allt haust og upp á síðkastið hafi ekki fengist nema eitt tonn af þorski á togtíma á nóttunni er ekkert á daginn og að Halamiðin hefðu verið steindauð.
Um síðustu helgi breyttist þetta snögglega og varð mokafli hjá um 30 togurum á Vestfjarðamiðum. Ekkert er sagt hvernig sá fiskur leit út og ekki er spáð í hvaðan hann kom. Líklega er þetta ganga frá Grænlandi en hennar verður oft vart í desember þegar fiskur þaðan er að ganga til hrygningar við V og SV land. Auðvelt ætti að vera að greina hvort þetta sé Grænlendingur, ef einhver áhugi væri á því.
Miðin virðast eitthvað vera að þorna upp og nú gæti að vera að hefjast niðursveifla. Sé svo þá höfum við tapað óhemju afla. Fiskgengd hefur alltaf sveiflast upp og niður og því meira sem minna er veitt.
Og enn halda menn að hægt sé að geyma fiskinn í sjónum.
![]() |
Þorskveiði ekki slakari í tíu ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |