Þöggunin um kvótakerfið

Lengi hefur verið áberandi hve flestir fjölmiðlamenn eru iðnir við að draga taum kvótakerfisins, velja sér viðmælendur og hafna öðrum í þeim tilgangi.
Fyrr í vor hlustaði ég á Sprengisand þar sem Sigurjón Már Egilsson ræddi við tvo þingmenn um sjávarútvegsmál og hafði sér til fulltingis Kolbein Árnason framkvæmdastjóra SFS (LÍÚ). Því að fá Kolbein en ekki einhvern fórnarlamba kerfisins?
SME hefur alla tíð dregið taum kvótakerfisins. Hann tók við ritstjórn sjómannablaðsins Víkings, eftir að Sigurjóni Valdemarssyni ritstjóra og mér sem fiskifræðiskríbent var bolað út árið 1993. Þetta var að sögn gert í nafni hagræðingar. Við höfðum verið með mjög sterka gagnrýni á Hafró og kvótakerfið í um 4 ár og faðir Halldórs Ásgrímssonar og fleiri höfðu sagt um áskriftinni. Á þessum tíma var Guðjón Arnar Kristjánson forseti FFSÍ, sem gaf út Sjómannablaðið Víking.

Á úfnum sjóSkrif okkar ullu miklu fjaðrafoki í herbúðum Hafró en þeir biðu samt alltaf spenntir eftir blaðinu: Á bókasafninu þar var miði sem sagði að bannað væri að fara með "Víkinginn" út af safninu en mönnum bent á að ljósrita. Eftir að SME tók við ritstjórn "Víkingsins" urðu sjómannabrandarar og annað léttmeti ráðandi. Þöggunin byrja snemma og stendur enn.

Hér er ein af síðustu greinunum sem við Sigurjón skrifuðum saman í Víkinginn árið 1992, ekki skafið af því, en greinin gæti hafa verið skrifuð í gær. 

Nú, aldarfjórðungi síðar, hjakka Hafró og stjórnvöld í sama farinu og aflinn er enn lítill eftir margar dýfur. Þorskaflinn 1992 var 270 þús. tonn, en stefnir í að vera 240 þús. tonn á þessu ári. Á ekkert að fara að læra af reynslunni?


Bloggfærslur 9. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband