Gott hjá Færeyingunum, gefa skít í valdaklíkurnar og taka rökrétta ákvörðun. En íslenskur, bráðum valdlaus, ráðherra með sægreifana á bakinu styður ekki Færeyinga! Ætli hann hafi áhyggjur af því að prísinn lækki - hjá sægreifunum?
Í febrúar í fyrra skrifaði Steingrímur til erlendra fjölmiða að hann teldi makrílinn ofveiddan!
Ég var á fyrirlestri um daginn: Á fundinum flutti erindi norskur fiskifræðingur, Jens Christian Holst. Hann kemur frá norsku hafrannsóknastofnunni. Hann hefur skoðað uppsjávarvistkerfi Norður Atlantshafsins og fiskistofna þar, kolmunna, síld, makríl og lax.
Niðurstaða hans var að uppsjávarfiskarnir, síld, makríll og kolmunni, ofbeittu norska hafið. Síldin væri nú á hraðari niðurleið en þegar stofninn minnkaði á sjötta áratugnum niður í næstum ekki neitt. Hún er að drepast úr hungri. Hans skoðun var að það ætti að veiða 10 miljónir tonna af þessum fiskum, - strax.
Síldin, sem fyndist úti fyrir norsku ströndinni á vorin væri mjög horuð, aðeins þriðjungur af eðlilegri þyngd m.v. lengd, og hefði litla lífsmöguleika enda minnkaði stofninn hratt. Fæðuskorturinn veldur því að ungviði kemst ekki upp s.k. nýliðunarbrestur. Honum er reyndar kennt um minnkun stofnsins, sem sýnir hvað menn hugsa stutt - og ofveiðin alltaf handan við hornið. Jens Christian sagði að einu réttu viðbrögðin við átuskortinum væri að veiða meira og vitnaði bændur og góða búskaparhætti. - Þetta hljómaði sem hin ljúfasta músík í mínum eyrum.
Ég nefndi þennan átuskort í N Atlantshafi í pistli í fyrra þar, sem ég hélt því fram að mælingar á makrílstofninum væru hrein vitleysa og menn hefðu litla hugmynd um stærð makrílstofnsins.
Áfram Færeyingar!
![]() |
Færeyingar stórauka síldarkvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)