5.2.2013 | 20:05
Loðnumælingar: Upp og niður, út og suður
Nú mæla þeir hjá Hafró meiri loðnu en í leiðangri sem farinn var í október, þá mældist hrygningarstofninn 720 þús. tonn en núna í febrúar byrjun mælast 920 þús. tonn. Seinni partinn í janúar komu niðurstöður úr mælingu, hrygningarstofn upp á 320 þús. tonn og útlitið því dökkt, mældur stofn hafði minnkað mikið frá í október. Ef menn hefðu verið sjálfum sér samkvæmir hefði átt að banna loðnuveiðar, en það var ekki gert, menn töldu að það þyrfti að mæla "betur".
Nú í byrjun febrúar kemur aftur ný mæling: Hrygningarstofninn mælist þrisvar sinnum stærri en í janúar og kvótinn er hækkaður um 150 þús. tonn!
Hvaða mæling er rétt? Eru þær ekki allar vitlausar? Allar bergmálsmælingar eru lágmarksmælingar. Það sem tækin mæla vegur í mælingunni en það sem ekki mælist kemur ekki fram. Ef siglt er fram hjá torfu þá mælist hún ekki. Hafið er stórt og miklar líkur eru á að siglt sé fram hjá stórum torfum, sem þá "eru ekki til".
Annar þáttur í stjórn loðnuveiða er að alltaf skal skilja eftir 400 þús. tonn til hrygningar. Þetta hefur verið gert í rúm 30 ár, en mér vitanlega hefur aldrei hefur verið gerð úttekt á því hvort þetta hafi skilað árangri. Loðnustofninn hefur sveiflast upp og niður án nokkurs sjáanlegs samhengis við stærð hrygningarstofnsins.
Hrognamagn 400 þúsunda tonna hrygningarstofns er ógurlegt, svo mikið að væri hrognunum raðað upp í perlufesti næði sú festi 7000 sinnum í kring um jörðina. Hrognin mynduðu 7 m breiðan trefil í kring um hnöttinn. Er það ekki meira en nóg? Er eiginlega ekki komið alveg nóg - af vitleysunni?
![]() |
Kvótinn aukinn um 150 þúsund tonn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 6.2.2013 kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)