27.2.2013 | 11:39
Hræðslan við ofveiðina - 2. Línuveiðar
Baráttan við ofveiðidrauginn heldur áfram, nú með umfjöllun um línuveiðar. Þær eru kvótabundnar eins og flestar veiðar við landið. Veiðunum er stjórnað til að forðast ofveiði.
Handfæra- og línuveiðar eru valkvæðar þ.e. fiskurinn er ekki eltur eða smalað saman, hann ræður því hvort hann bítur á krókana. Hann bítur á sjálfviljugur, og heldur væntanlega að þarna sé um mat að ræða.
Rannsóknir í Færeyjum hafa sýnt að þegar nóg er af mat (vöxtur góður) þá veiðist verr á línu. Ef minna er um fæðu leykst línuafli. Þetta ætti að vera auðskiljanlegt.
Þegar línuveiðar fækka fiski, þá verður væntanlega meira að éta fyrir þá sem eftir eru, þeir hafa minni hvöt til að sækja í beituna og veiðast því verr. Segja má að sókn línunnar í stofninn sé sjálfstýrð af stofnþéttleika og fæðuframboði. Ef afli á línu minnkaði drægi sjálfkrafa úr sókn vegna aukins kostnaðar.
En er línan svo öflugt veiðarfæri að fiskistofnum stafi hætta af henni?
Hér er kvikmynd þar sem fylgst er með hegðun þorsks við línukrókana. Ef myndin lýsir nokkurn veginn raunveruleikanum þá er línan eiginlega hálfónýtt veiðarfæri. Hún virðist vera eins konar fóðurstöð fyrir horfisk sem er aðframkominn af hungri.

Handfæra- og línuveiðar eru valkvæðar þ.e. fiskurinn er ekki eltur eða smalað saman, hann ræður því hvort hann bítur á krókana. Hann bítur á sjálfviljugur, og heldur væntanlega að þarna sé um mat að ræða.
Rannsóknir í Færeyjum hafa sýnt að þegar nóg er af mat (vöxtur góður) þá veiðist verr á línu. Ef minna er um fæðu leykst línuafli. Þetta ætti að vera auðskiljanlegt.
Þegar línuveiðar fækka fiski, þá verður væntanlega meira að éta fyrir þá sem eftir eru, þeir hafa minni hvöt til að sækja í beituna og veiðast því verr. Segja má að sókn línunnar í stofninn sé sjálfstýrð af stofnþéttleika og fæðuframboði. Ef afli á línu minnkaði drægi sjálfkrafa úr sókn vegna aukins kostnaðar.
En er línan svo öflugt veiðarfæri að fiskistofnum stafi hætta af henni?
Hér er kvikmynd þar sem fylgst er með hegðun þorsks við línukrókana. Ef myndin lýsir nokkurn veginn raunveruleikanum þá er línan eiginlega hálfónýtt veiðarfæri. Hún virðist vera eins konar fóðurstöð fyrir horfisk sem er aðframkominn af hungri.

Ljósmyndin sýnir magainnihald þorsks sem veiddur var á línu út af Grundarfirði fyrir nokkrum árum. Þar má sjá fjölbreyttan matseðil, sem búinn er til í landi og er serveraður á línukrókum.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)