23.2.2013 | 19:31
Hræðslan við ofveiðina - 1. Handfæraveiðar
Ég hef þá skoðun, og byggi hana á heilli starfsæfi, að allir fiskstofnar við Ísland séu vannýttir, sumir stórlega.
Því er ekki úr vegi að taka smá rispu til höfuðs ofveiðidraugnum. Fyrsta greinin fjallar um hinar stórhættulegu handfæraveiðar.
Þegar talað er um vannýtingu má minna á að vertíðarveiðar hafa næstum lagst af. Allur hrygningarstofn þorsksins, Grænlandsþorskurinn meðtalinn, syndir hjá (næstum því) án þess að vera veiddur.
Ástæðan er sú að verið er að reyna að byggja upp hrygningarstofninn í þeirri trú að því stærri sem hann er þeim mun meiri verði nýliðunin. Þessi hugsun er röng og í blóra við þekkingu og reynslu.
Uppbygging hrygningarstofns síldar finnst nú á lyktinni í Kolgrafarfirði, skítafnykur og grútarhaugar, nokkuð sem mun standa í nokkur ár miðað við reynslu frá Noregi.
Þegar verið var að ýta strandveiðunum úr vör varð strax vart við hræðslu á að veiðarnar myndu ganga nærri fiskstofnunum. Krafa var um að veiðar yrðu gefnar frjálsar 5 daga í viku, 5 mánuði á ári og hverjum báti leyft að vera með 2 rúllur. Það myndi ekki skaðað fiskstofna. En því einungis tvær rúllur?
Hér lá að baki að baki sú hugsun að fleiri rúllur gætu verið skaðlegar fiskstofnum?
Þegar kerfið var svo sett á var það miklum takmörkunum háð, ekki mátti veiða um helgar, dagsafli mátti ekki fara yfir 900 kg og sett var þak á veiðarnar, heildaraflinn mátti ekki fara yfir 8 þús. tonn á árinu.
Hér er fróðleg mynd um handfæraveiðar, sem gerir allt tal um ofveiði af þeirra völdum hlægilegt, enda spyr þulurinn hvort sé unnt að lifa af slíkum veiðum!
Næst mun ég fjalla um "skaðsemi" línuveiða.
Vísindi og fræði | Breytt 15.6.2022 kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)