28.12.2013 | 17:23
Stofnmælingarnar voru þá rangar!
Já einmitt. - Nú er viðurkennt að fyrri stofnmælingar hafi verið rangar, stofninn sé um tvöfalt stærri en haldið var áður. Íslendingum og Færeyingum hafði verið kennt um ofveiði sem myndi skaða stofninn. Í sumar bættust svo Grænlendingar í hópinn, makka krílið komið þangað líka. Við þessa ofveiði virðist stofninn hafa stækkað, - eða þannig.
Ég skrifaði um þetta fyrir einu og hálfu ári og sagði að stofnmælingar á makríl væru hrein della og við ættum ekki að semja við ESB um makrílveiðar.
Nú virðist vera kominn ótti í íslensk stjórnvöld, þau ætla að sætta sig við einhvern lúsarhlut. Ein rök sem hafa verið sett fram eru að makríllinn gæti horfið aftur af Íslandsmiðum og þá gætum við sótt umsaminn lúsarhlut niður í Norðursjó! - Miklir menn erum vér.
![]() |
Mikið ber á milli í makrílnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 16.3.2014 kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)