Forstjóri Hafró kennir öðrum um hnignun ýsustofnsins

Ýsuafli hefur farið ört lækkandi undanfarin ár, í samræmi við ráðgjöf Hafró, en stofnunin leggur til ársaflann, með réttu eða röngu, og eftir því er farið. Forstjóri stofnunarinnar sagði nýlega (14/7/2012) í sjónvarpsviðtali að farið hefði verið fram úr ráðgjöf stofnunarinnar, og því hefði lendingin orðið brattari en ella.

En var farið fram úr ráðgjöfinni, eða var forstjórinn hreinlega að segja ósatt? Lítum á það.

Atburðarás afla og ráðgjafar í ýsuveiðum frá 1999 var þessi: Árið 1999 fór aflinn hressilega fram úr ráðgjöfinni eða um 30%. Árið 2000 var farið 17% fram úr, 30% 2001 og 47% árið 2002, að meðaltali Ysaradgjofum 31% árin 1999-2001.

Eftir þessa framúrkeyrslu stökk ráðgjöfin fyrir árið 2002 upp um nær helming og aflinn fylgir á eftir. Aflinn óx svo í 110 þús tonn 2008, en síðan hefur hann farið hratt minnkandi, talað er um nýliðunarbrest og að til gæti komið að stöðva þurfi ýsuveiðar á Suðurlandi. Svona er komið þótt ráðgjöfinni hafi verið fylgt 100 %

Í frétt stöðvar 2 þann 14. júlí 2012, sagði forstjóri Hafró m.a:

...."við lögðum til töluvert, hvað eigum við að segja, vægari sókn svo þessir árgangar myndu endst í fleiri ár, það var okkar tillaga, en það var ekki farið fyllilega eftir því þannig að við teljum að það hefði mátt gera það skynsamlegar þannig að skellurinn hefði orðið heldur mýkri, en það breytir nú kannski ekki því að við hefðum setið uppi með þessa fjóra lélegu árganga, sem við erum núna að sjá hérna í farvatninu".

Þá sagði Jóhann að erfitt væri að segja til um hvaða skýringar væru á hinni lélegu nýliðun kenningar væru um að það hafi sitt að segja að ýsan hefði tekið að færa sig í miklum mæli norður fyrir land samhliða hlýnun í sjónum, en áður var hún að mestu fyrir sunnan og vestan.

Og ekki vantaði frá honum góð ráð:

..."að ýsunni takist ekki eins vel að koma afkvæmum á legg eins og hún hefur gert á hefðbundinni slóð.... þegar tiltekið magn væri komið á land af ýsu sunnan við landið, þá yrði sókninni beint norður fyrir land."

Já einmitt, skýringin er að það hafi hlýnað. - Hvernig fer ýsan að í Norðursjónum? Mætti ekki sækja hitaþolinn ýsustofn þangað??

Það er auvirðilegt að kenna öðrum ranglega um hvernig komið er fyrir ýsunni og ömurlegt að menn með svona takmarkaða þekkingu á líffræði skulu stjórna aðal atvinnuvegi þjóðarinnar.


Bloggfærslur 30. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband