12.6.2012 | 13:04
Hætta að veiða ýsu?
Ekki get ég samt staðist að fara nokkrum orðum um nýjustu fiskveiðiráðgjöfina. Þeir þakka sér og aflareglunni um mælda stækkun þorskstofnsins, en kenna náttúrunni um samdrátt ýsustofnsins. Sem kunnugt er hefir ýsustofninn verið á hraðri niðurleið að sögn Hafró, og ráðlagður afli farið úr 100 þúsund tonnum í liðlega 30, en alltaf hefur verið farið að ráðgjöf stofnunarinnar um afla. Og forstjórinn lét að því liggja í viðtali að jafnvel þyrfti að banna ýsuveiðar!
Um hörmungar ýsunnar segja þeir:
Meðalþyngd eldri aldursflokka er samt enn fremur lág, en þeir yngri eru um eða yfir meðallagi. Meðalþyngdin hefur verið nokkuð breytileg og yfirleitt lægri hjá stórum árgöngum. Árgangur 2003 var mjög stór og í samræmi við það mjög léttur eftir aldri. Yngstu árgangar ýsu eru metnir litlir og í samræmi við það er meðalþyngd þeirra hærri en verið hefur undanfarin ár. Lág meðalþyngd stórra árganga sést strax við tveggja ára aldur en eftir það hefur vöxtur oft verið svipaður og hjá minni árgöngum. Árin 20052009 var vöxtur allra árganga í stofninum hægur, en ýsustofninn var þá mjög stór. Á árunum 2010 og 2011 hefur vaxtarhraði aukist verulega.
Hér tala þeir enn um að vöxtur ýsunnar sé háður stofnstærð, stórir árgangar vaxi hægar o.s. frv. En þeir harðneita því alltaf að þetta geti átt við um þorsk!
Áfram segir um ýsuna: Árgangar 20082011 eru allir metnir mjög slakir, að meðaltali um 20 milljónir tveggja ára nýliða. Sá fjöldi svarar til um 16 þús. tonna heildarafla að hámarki úr hverjum þeirra miðað við að afrakstur á nýliða verði um 800 grömm, líkt og verið hefur úr árgöngum af svipaðri stærð á undanförnum áratugum.
Ýsustofninn mun minnka áfram á komandi árum þegar litlu árgangarnir frá 20082011 koma inn í hrygningarstofninn og líkur eru á að hann verði nálægt sögulegu lágmarki árin 20142015. Til að hættan á slíku verði lítil leggur Hafrannsóknastofnunin til að hámarksaflamark ýsu fiskveiðiárið 2012/2013 verði 32 þús. tonn í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að aflareglu.
Þegar vöxtur ýsunnar hægðist hefði átt að auka veiðar, ekki einungis til þess að eftirlifandi fiskar yxu betur heldur til að rýma fyrir nýliðun. Nú eru þer að súpa seyðið af því; nýliðun hefur verið arfaslök frá 2008, væntanlega vegna fæðuskorts og plássleysis fyrir ungviði.Auk þess að vera úti á túni í veiðiráðgjöfinni eru þeir ekki í neinu sambandi við umhverfi fiskveiðanna. Lítill ýsukvóti á þessu fiskveiðiári hefur verið til vandræða og enn versnar það. Vegna skorts á ýsukvóta geta menn ekki veitt aðrar tegundir, nema þá að henda fiski eða gera það sem sjómenn vilja helst ekki, landa aukaafla og láta andvirðið renna í sjóði Hafró.
Í hvaða heimi lifa menn sem vilja banna ýsuveiðar til að vernda ýsustofninn? Er ekki stofnunin annars orðin hagsmunatengd: veiðibann á lúðu, smáfiskafriðun og aukinn niðurskurður færir þeim meiri tekjur í kassann.
Vísindi og fræði | Breytt 13.6.2012 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)