Viðurkenning erlendis frá: Settur á topp 100 lista í sjávarútvegsmálum

Fiskifréttir 20120001Blaðamenn fréttaveitunnar IntraFish Media, sem gefur út fjölmörg blöð og tímarit á sjávarútvegssviði, völdu nýlega 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins í sjávarútvegi. - Ég verð að játa að ég hrökk aðeins við þegar ég sá að ég var á listanum, í sæti nr. 98. 

Skýringin var: Einn af mjög fáum vísindamönnum sem gagnrýnt hefur ríkjandi stefnu Íslendinga við stjórn fiskveiða og hefur skoðanir, sem hafa kveikt mikla umræðu.

Greinilegt er að erlendir blaðamenn fylgjast betur með gagnrýnni umræðu í fiskifræði en kollegar þeirra hér heima. Ég hef oft verið í viðtölum í þeirra pressu frá árinu 2003, skrifað greinar og flutt fyrirlestra í mörgum löndum um meinbugi á ríkjandi skoðunum í fiskifræði og reynsluna af kvótakerfi Íslendinga s.l. 27 ár.

Hér á landi ríkir algjör þöggun málefnalegalegrar gagnrýni um stjórn fiskveiða, bæði hinn fræðilega grundvöll, hvort yfirleitt sé unnt að byggja upp fiskstofna með því að draga úr veiðum, og hvort stjórnun á afla einstakra tegunda sé haghvæm, þar sem fiskurinn virðist ekki vita hvort viðkomandi veiðarfæri megi veiða hann. Lendi hann í veiðarfæri þeirra sem ekki hafi kvóta, er honum hent aftur í sjóinn þar sem aðrir sjávarbúar éta hræið.


Fjölmiðlar hér tala aldrei orðið við gagnrýnendur, en Hafró og valdhafarnir fá að skrúfa frá sínum krönum án nokkurra gagnrýninna spurninga.

Síða 36-7 

 

 

 


Bloggfærslur 25. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband