Steingrímur telur makrílinn ofveiddan. - Gott nesti í samningaviðræður?

Í bréfi til Intrafish, sem birtist í Fishing News nýlega, segir Steingrímur að "strandríkin beri sameiginlega ábyrgð á að koma í veg fyrir áframhaldandi ofveiði á makríl og að sjá til þess að veiðarnar verði sjálfbærar".

Svona yfirlýsing er hreinn afleikur í samningaviðræðum. Hvaðan fékk Steingrímur þessar upplýsingar? Frá Hafró?

Steingrímur-Makríll 2 

Það er áhyggjuefni að í samninganefndinni er Jóhann Hafróforstjóri, sem er með langvarandi ofveiði á heilanum en líta má hann sem fulltrúa ICES, sem vill skammta allar veiðar við nögl.

 
Ég hef áður bent á að stofnmæling á makríl sé hrein vitleysa og matið á stofninum eftir því. Þess vegna er ekki nokkur leið að ákveða kvóta á makríl en sú leið er alltaf valin að veiða minna en meira því náttúran (vanþekkingin ) verður að fá að njóta vafans.


mbl.is Reynt að leysa makríldeiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband