3.1.2012 | 12:15
Húrra fyrir nýrri þekkingu í náttúrufræði!
Það á ekki af okkur að ganga Íslendingum. Búið er að skammta þorskafla í tæp 30 ár til í von um það að stofninn stækki. Árangurinn er minni en enginn, minnkandi stofn og horaður fiskur. Nú á að beita sömu aðferð á sveltandi fugla:
"Starfshópur, sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í september um verndun og endurreisn svartfuglastofna, leggur m.a. til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin", segir í fréttinni.
"Starfshópurinn telur helstu orsakir hnignunar stofnanna vera fæðuskort en telur að tímabundið bann við veiðum og nýtingu muni flýta fyrir endurreisn þeirra".
Þessar tillögur ganga í berhögg við alla núverandi þekkingu og reynslu í vistfræði og almennum búskap. Ef búfénaður og önnur dýr svelta er einungis hægt að laga ástand þeirra á tvennan hátt. Annað hvort með því að auka fóðurgjöf eða fækka á fóðrum.
Vitlausasta sem hægt er að gera er að friða sveltandi dýrastofn, fugl eða fisk, í þeirri von að þeir braggist.
Sennilega myndi ekki hjálpa að slátra fuglum kerfisbundið til að bæta ástandið því fiskurinn hefur meiri áhrif á sandsílið en fuglinn. En gagnslaust og ástæðulaust er að friða fugla, sem er að fækka "af sjálfu sér"
Hvernig væri að friða fæðu fuglana, sandsílið, frá áti þorsksins með því að veiða meiri þorsk?
Það verður ekki gert, því eins og amma skáldsins sagði: Heimskan er eins og eilífðin, hún á sér engan endi.
Meira um fugl, þorsk, sandsíli og loðnu.
![]() |
Vilja friða 5 tegundir af svartfugli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 5.2.2016 kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)