Væntanlegar breytingar á fiskveiðistefnu ESB

Komið er út fréttabréf frá ESB, þar sem fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistefnunni, CFP, eru útskýrðar. Breytingarnar fela í sér að taka upp framseljanlegt kvótakerfi og innleiða bann við brottkasti (!).

Þeir telja að flotarnir séu enn of stórir, að enn þurfi að skera þá niður til að forðast ofveiði. Þetta er nokkuð sérstakt þar sem td. botnfiskfloti Breta hefur minnkað um 70-80% sl. 10 ár og sóknin í Norðursjó hafi dregist gríðarlega saman. Samt er enn ofveiði.

Þetta er nokkuð klassiskt, menn halda að öll vandamál megi leysa með samdrætti í veiðum. Búið er að reyna þetta hér heima í 30 ár með skelfilegum árangri. Enn vilja menn þó bæta um betur; alfriða svartfugl og margir halda að galdurinn sé að friða loðnu.
ND Haddock

Bretar eru með framseljanlega kvóta en þegar (bolfisk eða humar) kvótar losna eru þeir keyptir upp af ríku uppsjávarútgerðunum, jafnvel þó þeir veiði ekki þorsk og ýsu. Þeir eru að fjárfesta í kvótum, engar hefðbundnar botnfiskútgerðir hafa neinn séns til að bjóða á mót þeim, segja mér vinir mínir í Skotlandi. Þetta er skuggaleg þróun, sem við köllum yfir okkur með inngöngu í ESB. Greinilegt er af fréttabréfinu að ekki er gert ráð fyrir neinum undanþágum til einstakra ríkja. Það verður eitt fyrir alla.

Ég hef rannsakað fisk úr Norðursjó en þar er smáfiskur yfirgnæfandi. Þetta er ekki ungviði heldur fullorðinn (kynþroska) hægvaxta smáfiskur. Þorskurinn fer ekki að vaxa fyrr en hann gerist fiskæta, éta ýsu eða bræður sína.NS Cod

 

Efri myndin sýnir kynþroska 5 ára ýsa í smásíldarstærð, sú neðri horaðan þorsk um 35 sm að lengd, enn að keppa við ýsuna um fæði. 

Lítið gagn í að friða svona fisk.
 


Bloggfærslur 27. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband