1000 störf, lægra fiskverð til neytenda og "penger i lommen" : Hafnar Steingrímur tilboðinu?

Samtök íslenskra fiskimanna sendu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu tilboð upp á ríflega einn og hálfan milljarð króna fyrir aflaheimildir á þorski, ýsu og ufsa.

Jón Bjarnason hafnaði þessu tilboði á síðasta degi sínum í embætti. Nú vill sambandið freista þess að nýr ráðherra sjái málið í öðru ljósi og sendi aftur inn sama tilboðið.

„Gangi ríkið að þessu tilboði má búast við því að um þúsund ný störf verði til og það kostar ríkið ekki neitt, heldur þvert á móti fær ríkið greitt fyrir að skapa þessi störf. Ég veit ekki til þess að þessari ríkisstjórn hafi verið boðið slíkt tilboð áður,“ sagði Jón Gunnar Björgvinsson formaður Samtaka íslenskra fiskimanna.

Hann telur einnig miklar líkur á að fiskverð til íslenskra neytenda lækki með auknu framboði á innlendum fiskmörkuðum.

Þetta er úr frétt Rúv, sem  fór í loftið fyrsta frétt fimmtudaginn 19. janúar. Merkilegt nokk var hún aldrei lesin aftur, en venjulega er athyglisverðum fréttum gerð betri skil síðar, í sex fréttum útvarps eða fréttum sjónvarps, því fjögur fréttir fara framhjá mörgum.

Mig grunar að þarna hafi verið kippt í spotta, málið væri óþægilegt fyrir "eigendur" kvótans. 

Bláa höndin? 
 


Bloggfærslur 21. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband