18.6.2011 | 18:04
Ófærir um að stjórna landinu!
Stjórnmálamenn, hvað sem okkur finnst um þá, geta ekki lengur stjórnað landinu vegna þess að þeir sem lögin fjalla um rífa kjaft og stappa niður fótum. Tilraunir stjórnvalda til að breyta lögum um fiskveiðar eru stöðvaðar af svokölluðum hagsmunaaðilum, sem beita öllum tiltækum ráðum, ofbeldi, skoðanakúgun, þöggun gagnrýnenda, botnlausum áróðri, hótunum um atvinnumissi, mútum, Trójuhestum og fleiru, sem lengi mætti upp telja.
Þeir sem munu þurfa að fara eftir landslögum beita löggjafann ofbeldi. Nýjasta trikkið er sixpensarinn, sex manna nefnd hagfræðinga keypt fyrir enska smápeninga, sem kemst að því að Matadorpeningarnir falli í verði ef ekki megi lengur veðsetja aflaheimildir. Pressan er svo látin endurtaka þessar keyptu niðurstöður, keyptu, vegna þess að hver vill ráða hagfræðing í vinnu ef hann syndir á móti straumnum.
Vel á minnst, hagfræðinga, því eru þeir ekki kvaddir til vegna vandans í sjófuglastofnunum? Þar er notast við auma líffræðinga. Væri ekki ráð að snúa þessu við og nota líffræðingana til að meta árangur 30 ára fiskveiðstjórnunar og setja hagfræðingana í lundann? Þeir eru kannski komnir með puttann þangað því nú skal bjarga lundanum frá hungri með friðun. - Var einhver að tala um náttúrufræði?
![]() |
Frumvarpið fær falleinkunn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)