3.4.2011 | 15:59
Sorglegt
Netin stífluð af fiski en í landi stendur horaður almúginn og horfir á. Vertíðarfiskur virðist vera með mesta móti um allt land en nánast ekkert má veiða. Netaflotinn er nánast horfinn og þeir fáu sem enn eru eftir mega sig ekki hræra vegna kvótaleysis.
Hér áður voru um 100 bátar í Eyjum og aflinn var 1500-2600 tonn á dag skv. nýlegum fréttum sjónvarpsins. Einnig sagði í fréttinni að nú væri aflinn 500 tonn á viku og bátana mætti telja á fingrum annarrar handar. Vetrarvertíðir áður fyrr skiluðu um 150 þúsund tonnum af þorski auk ufsans. Þessar aflatakmarkanir undanfarna áratugi eru sagðar í þágu "uppbyggingar", gera stofninn enn stærri! Bara að það fari nú ekki með þetta eins og spilaborgina: Eitt spil í viðbót - og pomm!
Það er sorglegt að láta þennan fisk ganga hjá, sérstaklega þar sem mæld hrygningar- og veiðiafföll þorsks eru allt að 80%, sjá kafla 2.3 í þessari grein. Það er því að mestu "nýr fiskur" sem kemur á hverju ári. Þetta var mælt á árunum 1948-1969, þegar sótt var á fullu í hrygningarstofninn.
Þeir sem keyra svona dellu- fiskveiðistjórn áfram áratug eftir áratug eru hryðjuverkamenn. - Ætlar þessu aldrei að linna?
Á myndinni má sjá hvernig endurheimtum fækkar með tíma. Því lengur sem líður frá merkingu þeim mun færri fiskar skila sér. Þetta er byggt á endurheimtu 1126 merkja af 7772 árin 1948-1969. Heildarheimtur voru aðeins 14.5%, sem má túlka þannig að afföll vegna hrygningarinnar séu miklu meiri en vegna veiðanna, enda sýndu rannsóknir Jóns Jónssonar frá þessum tíma að flestir þorskanna voru að koma til hrygningar í fyrsta sinn. (Skalinn á myndinni er veldisskali, log skali)
![]() |
Ævintýraleg byrjun á netaralli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 5.2.2016 kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)