26.3.2011 | 11:03
Því má ekki ræða sóknarstjórn með dagakerfi?
Hvernig væri að gefa veiðarnar frjálsar í dagakerfi eins og gert er í Færeyjum? Allir mættu róa ákveðinn dagafjölda, sægreifarnir líka, landa öllu sem á dekk kæmi og ekkert afla hámark væri í neinni tegund. Hvað myndu greifarnir segja þá þegar þeir ættu að fara að lifa af fiskveiðum í samkeppni við aðra og geta ekki veðsett?
Í allri þeirri umræðu sem átt hefur sér stað kemst enginn upp úr fari Kvótakerfisins. Enginn ræðir um aðrar leiðir. Þó talið sé að sóknin sé of mikil, þá skal stjórna aflanum. Því ekki að stjórna sókninni og losna við brottkastið?
Stutt svar við því er að þá myndi apparatið hrynja. Rannsóknamafían, eftirlitsbatteríið og sægreifarnir.
![]() |
Pattstaða um fiskveiðistjórnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)