Þorskstofninn stækkar - við Færeyjar

Nýlega lauk fyrri hluta færeyska togararallsins þegar rannsóknaskipið "Magnús Heinason" kom í land eftir að hafa lokið 50 togstöðvum af 100. Merkilegt þótti að þeir fundu eins árs makríl og ufsinn var að gæða sér á þessum makrílseiðum. Makríllinn hrygndi við Færeyjar í fyrra og nú er árangurinn staðfestur: Makríllinn elst einnig upp við Færeyjar. Gott vopn í baráttunni um réttindi til þessara veiða.
Við þetta er að bæta að Spánverjar hafa stöðvað makrílveiðar sinna skipa vegna þess að aflatölur höfðu verið falsaðar, umframveiði var 80%, og þótti ekki annað að gera en að setja veiðibann á flotann.
Í færeyska rallinu kom einnig í ljós að þorskstofninn hafði vaxið frá í fyrra. Mikið berst nú í land af smáum þorski og eru uppi deilur í Færeyjum hvort eigi ekki að friða hann til að veiða hann stærri seinna.
Að mínu mati má alls ekki gera það, en ég er nú fjarri góðu gamni. Stofnþróunin frá því fyrir 10 árum virðist vera að endurtaka sig: Mikil nýliðun, sem veiðarnar náðu ekki að hemja svo draga fór úr vexti og stofninn féll úr hor.

faertorskMyndin sýnir afla síðustu 50 ára en hann einkennist af aflatoppum og lægðum á milli. Sveiflurnar eru reglulegar en mis langar og mis djúpar.
Sveiflur hafa lengst og dýpkað síðara hluta tímabilsins en það helst í hendur við aukna fiskvernd, útfærslu landhelgi, stækkun möskva, fjölgun friðaðra svæða og fækkun fiskidaga. Þetta styður tilgátuna um að mikið veiðiálag auki afla og dragi úr sveiflum.


Bloggfærslur 16. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband