Étur'ann loðnu í Barentshafi?

Skipstjórinn á Sigurborgu segist hafa þá skoðun að þorskurinn hafi nóg að éta vegna þess að ekki sé allt veitt frá honum .

Hann kvaðst hafa veitt þarna í mörg ár og sjá mikinn mun á fiskinum nú og fyrst þegar hann fór í Barentshafið og sagði að þarna hefði ekki verið veidd loðna í fimm ár.

BarLodna Ekki kemur fram í fréttinni hvort hann hafi gáð að því hvað fiskurinn væri að éta.

Ástæða þess að ekki hefur verið veidd loðna í Barentshafi í 5 ár er sú að loðnustofninn er þar mikilli lægð og nýtist hvorki mönnum né fiski. 

Líklegri ástæða þess hve stofninn er í góðu standi er að veitt hefur verið mikið af þorski, langt umfram ráðgjöf, auk þess sem Rússar skófla upp óþekktu magni af smáþorski. Þessi grisjun kemur í veg fyrir fæðuvandamál vegna offjölgunar.


mbl.is „Ævintýralega mikill fiskur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband