Ekki Hafró í þetta skipti

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem loðnubrestur yrði af manna völdum. Undanfarin ár hefur Hafró ekki getað "mælt" neina loðnu og því gefið út litlar veiðiheimildir og allt of seint. En það bregst ekki, alltaf gýs hún upp suð- austan við landið á sínum venjulega tíma, þó ekkert hafi fundist áður. Vegna þessa seinagangs hefur skammturinn ekki náðst undanfarin ár. 

Í ár mældist hins vegar talsverð loðna og veiðiheimild kom því snemma en allt of lítið og skipin "tímdu ekki að veiða". Ekki er ólíklegt að loðnumökkur gjósi hér upp innan skamms, meira en undanfarin ár. En þá er allt orðið of seint. Ekki verður Hafró tekin í gegn frekar en áður, en það er í lagi að gera bræðslukallana að sökudólgum.    


mbl.is SA: Loðnubrestur af mannavöldum yfirvofandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband