Ætlar ESB að nota ónýtu íslensku lausnina við fiskveiðistjórnun?

Eitt af markmiðum með væntanlegum breytingu á fiskveiðistefnu ESB er að stækka fiskistofna þannig að þeir skili hámarks-jafnstöðuafla (á ensku MSY), sem við á íslensku getum skammstafað HJA.
Nýlega var haldinn kynningarfundur til að skýra út í hverju HJA fælist og hvernig ætti að ná markmiðinu.

Jú það var að draga úr veiðum og hvíla miðin þannig að fiskurinn fengi að taka út vöxt áður en hann væri veiddur. Nú væri veiðin allt of mikil, stofnarnir gætu ekki byggt sig upp. Ef unnt væri að stjórna Evrópuveiðinni með HJA yrði aflinn 13 miljónir tonna en væri nú aðeins 6 milljónir tonna. Þyrfti því að tvöfalda stofnana til að ná markmiðinu um hámarks-jafnstöðuafla, HJA. Best væri að gera þetta á sem stystum tíma; helst að hætta veiðum alveg í 3 ár og veita sjómönnum hagstæð lán á meðan. Að þessum tíma liðnum hefðu stofnarnir þrefaldast ....

Þetta hef ég heyrt áður, fyrst 1983 frá Ragnari Árnasyni, sem sagði að stöðvun veiða væri besta fjárfestingin, sem til væri og aftur 2007, þegar Geir Haarde sagði að við værum svo rík þjóð að við hefðum efni á að hætta veiðum meðan verið væri að byggja upp stofnana.

Fyrir þá sem ekki vita það þá hefur hvergi tekist að byggja upp stofna með friðun því það er ekki veiðin sem hefur mest áhrif á stærð fiskstofna, heldur fæðuframboð, samkeppni, afrán og fjölmargir aðrir þættir.

Fiskibankar hafa nefnilega þann eiginleika innistæðan vex og vextirnir hækka þegar tekið er út úr þeim.

Þetta plan ESB er hreint ótrúlegt og ég á erfitt með því að trúa að jafnvel tölvufiskifræðingar séu svona vitlausir. Þeir hljóta að gera þetta gegn betri vitund, - og þó.


Blogg ESBHér er að finna slóð á kynningu þessara ótrúlegu áætlana.

Verð að bæta því við að Össur sagði hróðugur að ESB væri að stefna að kerfi eins og okkar. Í orðunum lá að okkar kvótakerfi væri gott og til eftiröpunar.

Einn þátturinn í því eru skyndilokanir til að vernda smáfisk, svo hann megi stækka. Myndin sýnir eina þá síðustu, Faxaflóinn lokaður upp í fjörur að norðan!


Bloggfærslur 28. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband