26.12.2011 | 16:56
Sveigjanlegra fiskveiðikerfi kemur öllum til góða
Í Færeyjum er notast við dagakerfi til að stjórna fiskveiðum. Skipin mega vera úti í ákveðið marga og mega þá veiða eins mikið og þau geta af hvaða tegund sem er. Uppsjávarfiskur er undanskilinn en á honum er kvóti svipað og hér.
Skortur hefur verið á lifur í Færeyjum, en einungis 8 togarar og einn línubátur hafa lagt upp lifur, sem fer til vinnslu hjá Biotec á Eiði.
Bæði útgerðir og sjómenn hafa hag af því að landa lifur því mannskapurinn fær lifrarpeninga og útgerðin fleiri fiskidaga. Lifrarkílóið selst á 135 kr ísl. og ráðuneytið úthlutar togurunum samtals 167 auka fiskidaga fyrir að hirða lifur.
Allir ánægðir.
Þetta er nokkuð snjallari lausn en á Íslandi, þar sem menn eru skyldaðir með lagaboði til að "koma með allt í land".
Vert er að geta þess að Lýsi h.f. verður að flytur inn lifur - frá Færeyjum m.a.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)