Sandsílið, lundinn og týnda kynslóðin - Bottom-up?

Titillinn vísar til þeirrar hugmyndafræði að dýrastofnum sé stjórnað neðan frá, þ.e. að fæðan ákvarði velgengni stofnanna (bottom-up).

Þetta er andstaðan við ofan frá-niður, að dýrastofnum sé stjórnað með því að þeir séu veiddir eða étnir, (top-down).

Í kvöld var á Rúvinu viðtal við Arnþór Garðarsson prófessor í dýrafræði um ástæður fækkuna sjófugla og kríu hér við land, stofna sem háðir eru sandsíli eða loðnu sér og unga sinna til viðurværis. Arnþór var eindregið þeirrar skoðunar að stofnar sjófugla stjórnuðust af fæðu og að "eitthvað hefði komið fyrir hana" en rannsóknir á grunnsævi, sem skýrt gætu brotthvarf átu sandsíla, skorti algjörlega, rannsóknaskipin flytu ekki svona grunnt.

Ekki nefndi hann einu orði að brotthvarf sandsíla gæti verið vegna þess að þau hafi verið étin af þorski. ýsu eða öðrum ránfiskum. Það má alls ekki nefna þennan möguleika!

Það þarf ekki að vera þannig að fiskar hafi ofétið sandsílin, en því má ekki ræða þennan möguleika?

Merkilegt er að fræðimenn telja að eina rándýrið sem hafi áhrif á dýrastofna sé maðurinn, en yfirleitt eru allar breytingar á fiskstofnum raktar til ofveiði manna og einu stjórnunaraðgerðirnar beinast að því að draga úr veiðum!

Flateyingar sögðu að sandsílið hefði horfið þegar risaganga af þorski gekk inn í fjörðinn

Margt fleira bendir til þess að fiskur éti upp bæði sandsíli og loðnu. Hvers vegna þessi feluleikur? Því má ekki ræða þetta.

Ég hef áður skrifað um þetta,  en það virðist alls ekki mögulegt að fá að ræða þessi mál. 
Útvarpið sá ekki ástæðu til tala við fleiri sérfræðinga hvað þá að að velta upp fleiri hugmyndum um rýrnun sjófuglastofnanna. Þvílík "fréttamennska", ekki má ræða neitt sem gæti sett spurningamerki við fiskveiðistefnu Hafró, sem er að vernda fisk til að geta (kannski) veitt meira seinna.

Íslenska þjóðin hefur mátt súpa seyðið af þerri stefnu í aldarfjórðung og er þar ekkert lát á. 


Bloggfærslur 2. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband