16.10.2011 | 11:02
Fiskveiðistefna ESB - "GAME OVER"
Í Waterford á Írlandi var ég fenginn til að flytja erindi um skoðun mína á þeim breytingum sem ESB hyggst gera á fiskveiðistefnu sinni. Sumir stjórnmálamenn á Íslandi eru ánægðir með að ESB sé að teygja síg í áttina að hinu íslenska kvótakerfi, sem hefur af áróðursöflunum verið hælt upp í hástert.
Um 70 manns mættu á fundinn, flestir sjómenn. Ég sagði þeim sannleikann: Hvernið kerfið hefur farið með byggðir landsins og rústað efnahagi þjóðarinnar og hvernig handhafar kvótans halda stjórnvöldum í heljar greipum. Og ekki síst því að verndunastefna Hafróanna, veiða minna núna til að geta veitt meira seinna, hefur beðið afhroð. Eftir 30 ára tilraunastarfssem, þar sem útkomann er alltaf neikvæð, er kominn tími til að enda tölvuleikinn: "GAME OVER"
Andstaða fundarins við breytingarnar, sem felast í því að taka upp framseljanlega kvóta og banna brottkast, var algjör. Framsalið leiddi til að þeir veikar yrðu keyptir upp og skipin myndu verða hættuleg ef ætti að hirða allt sem kemur á dekk, draslið og úrgaqnginn. Í lestinni myndi það úldna og skemma annan afla, væri það geymt á dekki breytti það stöðugleika skipsins. Ekki væri vitað að nein þjóð hefði beðið um svona kerfi, sennilega kæmi þetta beint frá Brussel.
Írar hafa misst miklar veiðiheimildir til annara ESB þjóða og reyna árangurslaust að fá þær til baka. Þeir ráða einungis yfir 18 % aflaheimilda í sinni eigin landhelgi.