14.10.2011 | 17:03
Er nú rækjan orðin hryggdýr?
Og líka orðin að fiski? - Rækja er krabbadýr.
Stjórn rækjuveiða er eitthvað það fíflalegasta sem stofnunin á Skúlagötunni hefur tekið sér fyrir hendur. Rækjustofnar sveiflast ógurlega án þess að unnt sé að tengja það veiðum á nokkurn hátt. Rækjan hefur pomsast niður þó veitt hafi verið eftir ráðgjöf og virðist svo risa að nýju upp úr þurru. Mælingar sveiflast frá ári til árs sem sýna óvissu mælinganna.
Til að kóróna delluna eru rækjuveiðar stöðvaðar ef þorskur er á svæðinu, væntanlega að éta rækju. Væri ekki nær að breyta honum í peninga og veiða svo rækjuna sem hann hefði étið.
Mætti ekki skera niður þessar rækjumælingar og setja peningana í (geð) heilbrigðiskerfið?
![]() |
Rækju vex fiskur um hrygg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)