Met í loðmælsku?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið í dag (1/4) og þar segir hún m.a:


g hef góðar vonir um að atvinnuástand glæðist með vorinu þar sem mikill gangur er í ferðamennsku og tækniiðnaði svo og í sjávarútvegi og áliðnaði. Skortur á aflaheimildum í sumar er áhyggjuefni og hlýtur að verða til þess að gerð verði sérstök athugun á því hvort hægt sé að auka aflaheimildir tímabundið til að kljást við þann vanda innan forsvaranlegra marka".


Þessi - kannski, gæti verið, ef til vill - loðmælska er ótrúleg. Hér er allt vaðandi í fiski, því ekki að veiða verulega meira og það strax? Jón Bjarnason sagði reyndar í viðtali við Fréttablaðið: "Ég ræð þessu". Gaman gaman, ég ræð, um það snýst málið. Einn maður hefur í hendi sér að ráða örlögum fólksins í landinu, og hann þorir ekki að gera neitt. 
Er verið að gæta hagsmuna annarra en þjóðarinnar sem á miðin? Hvers vegna vilja stjórnendur landsins ekki auka aflaheimildir. Mér detta í hug tvær skýringar:


1. Þegar til stóð fyrir nokkrum árum að auka aflaheimildir í þorski um 30 þús. tonn mætti ég hátt settum sægreifa niður við höfn. Hann sagði við mig að vitlausasta sem hægt væri að gera væri að auka aflaheimildir, það myndi einungis leiða til þess að fiskverð (lesist: útleiguverð á kvóta) lækkaði.


2. Ef aflaheimildir yrðu auknar kæmi í ljós að það væri allt í lagi og leiddi jafnvel til enn meiri aukningar síðar. Þar með væri ofveiðistjórnunin sett í voða, og einokunarvald sægreifanna komið í uppnám.


Getuleysi stjórnmálamanna til að brjóta upp ofurvald ofveiðistjórnarinnar er hryðjuverk. Svo segir ráðherrann með stolti: "Ég ræð"! (lesist: ég hef gjaldeyrisöflun þjóðarinnar í hendi mér)


Bloggfærslur 1. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband