Drap ofveiði þorskstofninn við Nýfundnaland?

Enn er staðfastlega haldið fram að þorskstofninn við Nýfundnaland hafi verið veiddur upp á árunum 1980-1990. Þá er fullyrt að hann hafi enn ekki náð sér eftir 20 ára friðun. Sú fullyrðing segir óbeint að honum hefði sem sagt verið útrýmt með veiðum.

Picture1 copyÞrátt fyrir að lögð hafi verið fram gögn sem sanna að hann hafi fallið úr hungri er ofveiðinni enn kennt um, þó svo að erlendi flotinn, sem hafði verið þarna að veiðum áratugum saman, hafi verið reknir úr landhelginni 1976.

Þrátt fyrir lögð séu fram gögn, frásagnir sjómanna og ljósmyndir, er enn fullyrt að þarna sé fisklaust. Að mínu mati er þetta gert til að halda lífinu í ofveiðinni sem stjórntæki, skapa ótta, þar með skortstöðu, sem  viðheldur kvótakerfum og sægreifaveldi.

Ég setti saman glærusýningu sem sýnir að ekki var um ofveiði að ræða og að þorskurinn hafi komið sterklega til baka fyrir  a.m.k. 5 árum síðan.

 


Bloggfærslur 12. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband