Geyma'nn aðeins lengur - og fara svo að veiða!

Þetta segir Jóhann forstjóri Hafró. Þetta hefur verið reynt áður en þegar átti að fara að veiða gripu menn stundum í tómt. Þorskurinn allt í einu farinn. Þá er farið að afsaka sig, tala um ofmat, vanmat eða hvað þetta allt heitir.
Gamalt máltæki segir: "Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi". Þarna er verið að vísa til þess að "grípa beri gæsina þegar hún gefst". Reynsla mannsins í gegn um aldirnar er sú að ekki sé alveg víst að veiðistofninn verði eins á morgun og hann er í dag. Þess vegna beri að nýta hann strax.
Dýrastofnar, fiskstofnar þar með, eru háðir fæðu. Þegar nóg er að éta fjölga þeir sér uns fæðan setur stofnstækkun takmörk. Þá minnkar stofninn sjálfkrafa vegna fæðuskorts, fiskar drepast úr hor eða þeir stærri éta þá minni til að bjarga sér. Þorskstofninn hér hefur verið í 8-11 ára sveiflu.
En Hafró vill ekki auka veiðar núna, segjast vilja bíða frekari staðfestingar á stækkun stofnsins þar til eftir vorrallið í mars 2011.

                                         Hlutfall fæðu (% þyngd) í maga hjá stórum þorski:
stofnm
Þetta minnir óþægilega á ástandið um síðustu aldamót þegar Hafró barði sér á brjóst og sagði að árangur friðunar væri að koma í ljós, rétt eins og þeir gera nú. Svo fór allt til fjandans og nær milljón tonn hurfu úr stærðfræðibókhaldinu svo aflinn var skorinn um 60 þús tonn á tveimur árum. Þá var tekið viðtal við þá Jóhann og Kristján Ragnarsson, það má finna á www.youtube.com/fiskimyndir og heitir "Brostnar vonir -frá 2001". Þar er einnig viðtal við sjálfan mig sem heitir "Framvinduspá JonKr frá 2001".
Hugsanlega lendum við í því sama að ári, stofninn aftur niður og renturnar tapaðar. Ýmis teikn eru á lofti um þetta þó ekki væri nema að það er að koma tími á niðursveiflu. Hlutfallslega veiðist nú meira af stórum þorski í haustrallinu en áður. Hann hefur minnstu magafyllingu (fæðu) frá upphafi. Hann er svangur og gæti farið að snúa sér að eigin afkvæmum í meira mæli. Þá er hægur vöxtur hjá stórri ýsu, nokkuð sem bendir til fæðuskorts hjá botndýraætum. Ungfiskur á nú í hættu að enda sem fóður. Hvað segja menn þá?

Stofngraf-2

 

 

Hér er mynd frá aldamótum þegar menn höfðu miklar væntingar um betri tíð og blóm í haga. - En það fór á annan veg.  


Bloggfærslur 24. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband