Árás ESB á breska fiskiðnaðinn

Ég er í góðu sambandi við skoskra sjómenn og sjómannasamtök. Þeir eru miður sín vegna félaga sinna sem hafa gagnrýnt okkur og Færeyinga vegna makrílveiðanna. Þeir segja að þetta sé hagsmunaklíka hinna ríku uppsjávarveiðimanna sem láti svona, en almennt styðji skoskir sjómenn íslendinga.

Hingað hafa komið fulltrúar sjómanna í Skotlandi og N-Írlandi til að vara okkur við að ganga í ESB: Við megum ekki trúa liprum tungum þeirra um sérréttindi handa okkur og hóli þeirra um góða stjórn fiskveiða við Ísland. Þessar lygar eru þeirra aðferð til að komast í okkar fiskimið.

Ég kom fyrst til Skotlands 2003 og hef síðan haft við þá mikil og góð samskipti. Þar kynntist ég miklum heiðursmanni Tom Hay, sem var formaður sjómannasamtakanna FAL. Hann er ný hættur sem formaður vegna aldurs en var skipaður heiðursformaður til lífstíðar. Um daginn minnti hann mig á viðtal sem við Magnús Þór Hafsteinsson tókum við hann í febrúar 2003. Þetta viðtal var aldrei birt opinberlega. 

Ég gróf upp viðtalið og setti það á netið. Hann gefur okkur mjög sterkar viðvaranir við ESB og það er athyglisvert að þó liðin séu 7 ár, þá hvert orð hans Tom erindi til okkar í dag. Geta má þess að frá árinu 2000 hefur breski flotinn minnkað um 80-90%. Og enn er ofveiði í Norðursjó. Þetta, flotaminnkun vegna meintrar ofveiði, var aðferð ESB til að komast yfir bresku fiskimiðin. Viðtalið er hér.

Fleiri kvikmyndir, m.a. veiðitúrum í Norðursjó, Írlandshaf og Elliðavatn, má finna á minni videoslóð: http://www.youtube.com/fiskimyndir

 


Bloggfærslur 28. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband