Þarf ekki Rannsóknarnefnd fiskveiðistjórnunar?

Sem kunnugt er hefur hvorki gengið né rekið að byggja upp þorskstofninn. Samt er enn haldið áfram á sömu braut og alltaf minnkar aflinn.


Ég hef gagnrýnt þetta í tæp 30 ár, alltaf í grundvallaratriðum á sama hátt, að mikilvægt sé að huga að vexti fiska til að sjá hvort þeir hafi nóg að éta. Vaxi þeir vel er allt í góðu, en sé vöxtur hægur þá vanti mat. Stofninn sé hlutfallslega of stór miðað við fæðuframboðið og því þurfi að veiða meira, grisja stofninn, til að auka þannig vöxt og þar með afrakstur. Stjórnandi uppbyggingarinnar, Hafró hefur með öllu hundsað þessi rök.


Það er kominn tími til að Alþingi setji þessa ráðgjöf í hlutlausa rannsókn því það virðist borin von að Hafró snúi af sinni stefnu. Þeir taka ekki faglegum rökum og ekki virðist unnt að kryfja þessi mál opinberlega Fjölmiðlar eru meðvirkir og leita ekki álits annarra en hinna opinberu ríkisreknu vísindamanna. Því síður skyggnast þeir dýpra í málin og aldrei minna þér talsmenn Hafró á að ekkert af loforðum þeirra hafi staðist.

Þá minnast fréttamenn aldrei á sams konar gagnrýni, sem birtist í erlendum sjávarútvegsblöðum, en gagnrýni á "vísindin" fer ört vaxandi. Þöggunin er algjör.

Í sjónvarpsviðtali 2001, fyrir 10 árum, hélt ég því fram að niðurskurðurinn þá myndi ekki leiða til uppbyggingar stofnsins heldur myndi hann áfram minnka. Þetta var þegar þeir týndu 600 þús. tonnunum.

Þetta viðtal, Framvinduspá JKr 2001, er hér 

Síðdegis sama dag komu þeir í stúdio Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ og Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró til þess að ræða það hvers vegna 600 þús. tonn hefðu "týnst" og hvernig horfurnar væru fram undan.

Þetta viðtal, Brostnar vonir, er hér

Bæði þessi viðtöl eru mjög athyglisverð í ljósi þess sem síðar gerðist. Ég hafði rétt fyrir mér þarna eins og sjá má af meðfylgjandi súluriti. Er ekki kominn tími til að tengja?

 

 AflagrafMyndin sýnir þróun þorskaflans frá 1990. Eftir stöðugan niðurskurð í nokkur ár var skorið ærlega niður 1994 og 95 til að hressa stofninn við. Aflamarkið var aukið fram til 1999 og sögðu menn þá að friðunin væri að bera árangur. Græna súlan sýnir árið sem sjónvarpsviðtalið er tekið og ég held því fram að aflinn muni halda áfram að minnka. Það reyndist rétt, botninum var náð 2008 þegar enn var dregið úr sókn og sett 20% aflaregla. Hvernig skyldi framhaldið verða?

 

Þessar videomyndir og aðrar má finna á

http://www.youtube.com/fiskimyndir

Nýrri síðu, sem ég hef komið upp.  


"Óháða" aflareglunefndin hans Jóns Bjarnasonar

Fyrir nokkru skýrði ráðherra frá því að hann ætlaði skipa óháða nefnd til að fara yfir aflaregluna svonefndu, sem kveður á um það að taka skuli fast hlutfall, 20% af mældum þorskstofni. Jafnframt skyldi athuga hvort beita ætti á fleiri fisktegundir.


Nefndin hefur nú séð dagsins ljós skv. Mbl. í dag. Formaður hennar verður Skúli Skúlason skólastjóri á Hólum, eftirmaður Jóns Bjarnasonar, og tveir aðrir líffræðingar sem telja má óháða. Mér er ekki kunnugt um að nokkur þeirra hafi komið nálægt fiskveiðum eða stjórnun þeirra. Bið ég forláts hafi ég rangt fyrir mér, en ég hef ekkert út á tilnefningu þeirra að setja. Svo kemur snilldin:


Fulltrúar hagsmunaaðila í nefndinni eru Kristján Þórarinsson LÍÚ, Örn Pálsson LS og, haldið ykkur fast, - Jóhann Hafróforstjóri og Einar Hjörleifsson (Guttormssonar) Hafró og ICES.
Halda menn að þetta sé óháð nefnd? Kristján, Jóhann og Einar eru meðhöfundar að aflareglunni!


Þetta gengur ekki, því hvernig í ósköpunum á formaðurinn og hinir að geta staðið í frekjuhundunum Jóhanni og Einari ásamt Kristjáni Þórarinssyni? Þetta er hreinn skrípaleikur.

mbl.is Meta kosti aflareglu og kvótaaukningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband