Codsave, stærra en Icesave?

Íslenskum útgerðar- og sjómönnum var talin trú um að með því að leggja óveiddan þorsk inn í banka, Selvogsbanka, Hornbanka og Kjölsenbanka, myndi hann renta sig meira en ef hann væri seldur strax.

Lofað var að fiskibankarnir myndu skila 500 þús. tonna jafnstöðuafla þorsks um ókomna tíð.
Mönnum var talin trú um að fengi þorskurinn að vaxa aðeins lengur ykist afraksturinn, auk þess sem stærri hrygningarstofn væri trygging fyrir góðri afkomu til langs tíma litið. Þjóðin beit á agnið eins og lífvana þorskur.


En fátt hefur mistekist eins harapallega og þessi "fjárfesting": Það munar um 6 milljónum tonna á loforðinu og raunveruleikanum frá 1983.


Sé reiknað með gjaldeyrisverðmæti 500 kr/kg leggur tapið, neikvæðir vextir, sig á um 3 þúsund milljarða króna, sem er hressilega betur en Icesave skuldin. 
Því má segja að ráðgjafastofnunin Hafró, sé dýrasta stofnun

landsins og hafi valdið þjóðarbúinu meira tapi en allt bankahrunið. En snillingarnir á Hafró starfa áfram í umboði ríkisins og leggja nú til enn meiri sparnað. Makríllinn skal lagður inn í ávöxtunarbanka náttúrunnar, svo og síldin, ýsan, ufsinn, kolinn og steinbíturinn að ógleymdum skötuselnum.

Athygli vekur að hvorki Hafó né Fiskistofa þurfa að sæta niðurskurði í kreppunni, enda mjög upteknir við að byggja upp fiskistofna, - þó ekki sjáist byggingarkranarnir.


Aldarfjórðungs snarvitlaus ráðgjöf, hversu lengi skal þetta halda áfram? Hvenær kemur einhver sem segir stopp?


Bloggfærslur 13. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband