2.7.2009 | 13:26
Góður þorsk- og ufsaafli í Færeyjum
Nýlega komu ráðleggingar frá færeysku Hafró um mikinn samdrátt sóknardaga í Færeyjum.
Nú er afli góður og Fiskidaganefndin, sem er skipuð aðilum frá útveginum, ráðlagði óbreytta sókn í ljósi góðs ástands fiskistofna, að þeirra mati. Blaðið Nordlýsið tók saman afkomu flotans pr. 1. júní:
Þorskafli smábáta hefur aukist um 45% fyrstu 9 mánuði þessa fiskveiðiárs miðað við í fyrra en aflaverðmætið minnkað um 5% vegna mikillar verðlækkunar (35%), úr 500 ísl. kr/kg, í 329 kr/kg.
Ýsuveiðin minnkaði um 16% og kílóverð féll um 30%
Hjá stærri dagróðrabátunum, sem flestir veiða á línu, hefur þorskaflinn aukist um 21% en aflaverðmæti dregist saman um 24%. Ýsuafli hefur minnkað um 39% og aflaverðmætið um 56%.
Afli tvílembingstogara, sem aðallega veiða ufsa hefur vaxið um 12% en aflaverðmæti aukist um 16%.
Verð á ufsa var í fyrra 118 íslenskar kr/kg en er nú að meðaltali 122 kr/kg, fyrstu 9 mánuðu fiskveiðiársins.
Ekki slæmt eftir tal um samdráttartillögur vegna meintrar ofveiði. Færeyingar eru ánægðir með sitt sóknarkerfi, en hér heima vill enginn svo mikið sem skoða það.
Vísindi og fræði | Breytt 15.12.2016 kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)