Góður þorsk- og ufsaafli í Færeyjum

Nýlega komu ráðleggingar frá færeysku Hafró um mikinn samdrátt sóknardaga í Færeyjum.
Nú er afli góður og Fiskidaganefndin, sem er skipuð aðilum frá útveginum, ráðlagði óbreytta sókn í ljósi góðs ástands fiskistofna, að þeirra mati. Blaðið Nordlýsið  tók saman afkomu flotans pr. 1. júní:


09062911533711.jpgÞorskafli smábáta hefur aukist um 45% fyrstu 9 mánuði þessa fiskveiðiárs miðað við í fyrra en aflaverðmætið minnkað um 5% vegna mikillar verðlækkunar (35%), úr 500 ísl. kr/kg, í 329 kr/kg.
Ýsuveiðin minnkaði um 16% og kílóverð féll um 30%

Hjá stærri dagróðrabátunum, sem flestir veiða á línu, hefur þorskaflinn aukist um 21% en aflaverðmæti dregist saman um 24%. Ýsuafli hefur minnkað um 39% og aflaverðmætið um 56%.

Afli tvílembingstogara, sem aðallega veiða ufsa hefur vaxið um 12% en aflaverðmæti aukist um 16%.
Verð á ufsa var í fyrra 118 íslenskar kr/kg en er nú að meðaltali 122 kr/kg, fyrstu 9 mánuðu fiskveiðiársins.
090629112944-2.jpg

 

Ekki slæmt eftir tal um samdráttartillögur vegna meintrar ofveiði. Færeyingar eru ánægðir með sitt sóknarkerfi, en hér heima vill enginn svo mikið sem skoða það.

 


Bloggfærslur 2. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband