Kríuskortur í Flatey

Í Fréttablaðinu í dag var skýrt frá fækkun kríu í Flatey. Rætt var við fuglafræðing sem sagði að það þyrfti að rannsaka málið.
 
Það er engin þörf á rannsóknum. Ástæða þessa alls er hungur vegna ofbeitar, sem stafar af rangri fiskveiðistjórn, samdrætti veiða til að byggja upp fiskstofna. Ég er búinn að fara víða og er með 30 ára reynslu í stjórnun veiða. Alls staðar er sama sagan, eins og segir í fréttinni, í öllu N- Atlantshafi eru fuglar að horast niður vegna skorts á æti.

Íslenskir fiskimenn hafa meiri skilning á þessu máli, því Hafsteinn Guðmundsson í Flatey sagði árið 2004 í viðtali við Brimfaxa, tímarit Landssambands smábátaeigenda, um fiskinn í Breiðafirði :
 
,,Hér áður fyrr þóttu mikil höpp þegar fiskigöngur komu inn í fjörðinn.
Nú má segja að það sé næst því versta sem getur komið fyrir. Hér er
fjörðurinn fullur upp að öllum nesjum. ... það er nánast það versta sem
komið getur fyrir því þorskurinn er búinn að klára allt æti. Sandsíli
hefur ekki komið frá botninum upp í yfirborðið siðastliðin sex ár, þar
sem það myndaði torfur sem fuglinn sótti í."

Þetta er gríðar mikilvægt mál og ein sterkustu rökin fyrir því að það ÞURFI að veiða
meira. - Ekki ónýtt í kreppunni.


Bloggfærslur 26. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband