10.5.2009 | 14:56
Draumalandið?
Er það tilviljun að stóriðjuflokkarnir sem nú vilja leysa vanda þjóðarinnar með aukinni stóriðju leggja báðir til að stórauka framlög til hafrannsókna, Hafró?
Ég hef lengi furðað mig á því hvers vegna Hafró og móðurstofnanir, ICES í Evrópu, NAFO og NOOA í Ameríku og fleiri s.k. "vísindastofnanir" leggja stöðugt til niðurskurð á aflaheimildum. Fyrst var komið á kvótakerfi með aflakvótum og eftir það var auðvelt að minnka veiðiheimildir með því að ráðleggja niðurskurð. Þetta var gert í nafni stofnuppbyggingar, auðvelt var að telja fólki trú um að með því að taka minna núna mætti taka meira seinna. Þetta seinna hefur hins vegar ekki orðið. Hin háu markmið breyttust fljótlega í að drepa niður fiskveiðarnar. En hvers vegna?
Ég hef fengist við fiskirannsóknir og veiðráðleggingu í 35 ár, og ég veit að þessar ráðleggingar eru rangar. Það er marg sannað að ef vöxtur er minnkandi gerir illt verra að draga úr veiðum, það þarf að auka þær. Minnumst þess að fyrir daga stjórnunar, en 1976 gátu þjóðirnar farið að stjórna veiðum eftir að landhelgin varð 200 sjómílur, voru engin fiskveiðivandamál: Ekkert stofnhrun, engin ofveiði eða rányrkja, sem við þekkjum svo vel í dag og orðið "vistvænn" var ekki til í málinu. Menn einfaldlega veiddu meðan eitthvað var að hafa, fóru þá annað og komu aftur þegar veiðin tók sig upp aftur. En þó þessa vísindastofnanir viti að stefna þeirra sé röng, reynslan hefur sýnt það, þá breyta þeir ekki um aðferðir, sem td. gætu falist í að veiða meira og beina sókn meira í smáfisk. Alls ekki, áfram með niðurskurðinn. Helst er að fyrir kosningar, að þeir bæti aðeins í af pólitískum ástæðum svo allt líti betur út. Davíð fann 30 þús. tonn á sínum tíma og EKG 30 þús. til viðbótar í fyrra.
Eftir að ég sá Draumalandið og viðtalið við Sigurð Gísla Pálmason rann ástæðan allt í einu upp fyrir mér:
Veiðisamdráttur er til þess gerður að plægja jarðveginn fyrir stóriðju auðhringanna. Kárahnjúkar handa aflalausum Austfirðingum, Vestfirðinga sviftir fiskinum fyrir olíuraffínerí, Suðurnesjamenn, sem fast sóttu sjóinn, þeir biðja um álver, gagnaver, virkjanir og allt það. Húsvíkingar, þeir heimta álver, fisklausir.
Tími er kominn til að svifta sérfræðingana völdum og fara að nýta fiskimiðin í þágu þjóðarinnar - aftur.
Ég hef lengi furðað mig á því hvers vegna Hafró og móðurstofnanir, ICES í Evrópu, NAFO og NOOA í Ameríku og fleiri s.k. "vísindastofnanir" leggja stöðugt til niðurskurð á aflaheimildum. Fyrst var komið á kvótakerfi með aflakvótum og eftir það var auðvelt að minnka veiðiheimildir með því að ráðleggja niðurskurð. Þetta var gert í nafni stofnuppbyggingar, auðvelt var að telja fólki trú um að með því að taka minna núna mætti taka meira seinna. Þetta seinna hefur hins vegar ekki orðið. Hin háu markmið breyttust fljótlega í að drepa niður fiskveiðarnar. En hvers vegna?
Ég hef fengist við fiskirannsóknir og veiðráðleggingu í 35 ár, og ég veit að þessar ráðleggingar eru rangar. Það er marg sannað að ef vöxtur er minnkandi gerir illt verra að draga úr veiðum, það þarf að auka þær. Minnumst þess að fyrir daga stjórnunar, en 1976 gátu þjóðirnar farið að stjórna veiðum eftir að landhelgin varð 200 sjómílur, voru engin fiskveiðivandamál: Ekkert stofnhrun, engin ofveiði eða rányrkja, sem við þekkjum svo vel í dag og orðið "vistvænn" var ekki til í málinu. Menn einfaldlega veiddu meðan eitthvað var að hafa, fóru þá annað og komu aftur þegar veiðin tók sig upp aftur. En þó þessa vísindastofnanir viti að stefna þeirra sé röng, reynslan hefur sýnt það, þá breyta þeir ekki um aðferðir, sem td. gætu falist í að veiða meira og beina sókn meira í smáfisk. Alls ekki, áfram með niðurskurðinn. Helst er að fyrir kosningar, að þeir bæti aðeins í af pólitískum ástæðum svo allt líti betur út. Davíð fann 30 þús. tonn á sínum tíma og EKG 30 þús. til viðbótar í fyrra.
Eftir að ég sá Draumalandið og viðtalið við Sigurð Gísla Pálmason rann ástæðan allt í einu upp fyrir mér:
Veiðisamdráttur er til þess gerður að plægja jarðveginn fyrir stóriðju auðhringanna. Kárahnjúkar handa aflalausum Austfirðingum, Vestfirðinga sviftir fiskinum fyrir olíuraffínerí, Suðurnesjamenn, sem fast sóttu sjóinn, þeir biðja um álver, gagnaver, virkjanir og allt það. Húsvíkingar, þeir heimta álver, fisklausir.
Tími er kominn til að svifta sérfræðingana völdum og fara að nýta fiskimiðin í þágu þjóðarinnar - aftur.