Kvótar og Franskmenn

Ég sendi ritstjóra Spegilsins póst vegna umfjöllunar um franska sjómenn í Speglinum þann 17. mars
Finnst ykkur fréttamönnum ekkert merkilegt, og ástæða til að kanna nánar, að sjómenn segja að nóg sé af fiski, kvóti 6 mánaða klárist á 1 og hálfum, en vísindamenn segja nær alla stofna ofveidda og að draga þurfi úr veiðum? Segja sjómenn alltaf ósatt?
Hér heima segja sjómenn gnótt fiskjar vera á miðunum en Hafró segir þorskinn ofveiddan, þrátt fyrir að dreginn sé á land tæpur þriðjungur þess afla sem veiddur var á hverju ári í rúma hálfa öld.
 
Í Speglinum sagði: "Kvótar hafa minnkað verulega undanfarna þrjá áratugi vegna rányrkju. Franskur útgerðarmaður segir að nú megi veiða fimmtung þess sem mátti veiða árið 2002."
Hvernig kemur það heim og saman að enn sé ofveiði þrátt fyrir að farið hafi verið að ráðum vísindamanna og dregið úr veiðum um 80% m. v. 2002? Svona fréttir eru fluttar gagnrýnislaust, enginn segir: - Ha?
 
"Kvótar eru ófullkomið stjórntæki. Þeir miðast ekki við veiddan fisk heldur við landaðan fisk. Kvótar stöðva ekki brottkast. Í sumum tilvikum ýta þeir undir það", að sögn Spegilsins. En aflakvótar virðast virka hér heima og ekki má tala um að neinu sé hent!
 
Meira úr Speglinum: "En sérfræðingar segja að það sé ofveiði, það verði að minnka veiðar til þess að stofnar jafni sig, fiskveiðiflotinn sé allt of stór miðað við kvóta í boði. Það verði að afskrá skip og greiða sjómönnum og útgerðarmönnum bætur fyrir að hætta veiðum og snúa sér að öðru."
 
Flotinn er ekki nema svipur hjá sjón frá því sem hann var, Breski flotinn (Englendingar, Skotar, N-Írar) hefur minnkað um 70% frá 2001 og kvótarnir á stöðugri niðurleið. Vísindamenn segja ofveiði, meiri bátabrennur! Hvernig geta svona öfugmæli gengið upp. Fyrir hverja eru "vísindamenn" að vinna? Varla fyrir sjómenn og þá sem lifa af sjávarútvegi.
 
Í útrásarmálinu var sagt að fréttamenn hafi verið meðvirkir. Hvað með eyðingu sjávarútvegs undir vísindalegu eftirliti og hlutverk fréttamanna, eru þeir líka meðvirkir þar líka? Verður einhven tíma sagt um þessi vísindi, - "eftir á að hyggja"?
 
Til fróðleiks er hér rannsóknarskýrlsa mín úr Norðursjó 2003
Hér er meira um fisk og Norðursjó

Bloggfærslur 20. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband