Sterkan þorskstofn, hm?

Mikil ónákvæmni er í svona mælingum og aðferðin misklukkuð. Þessi "mæling" núna er langt undir þeim væntingunum, sem mælingin gaf í fyrra haust, þá var um 60% aukning í haustrallinu en aðeins 9% núna! Hvað varð um mismuninn?

Lítil von er að liðkað verði til með heimildir núna, enda Einar Kristinn búinn að taka 30 þús. tonn út á krít. 


mbl.is Vísbendingar um sterkan þorskstofn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningatrikk?

Skyldi Steingrímur hafa fengið pata af síðasta ralli Hafró sem löngu er lokið, en ekkert hefur frést af? En gamanlaust, þetta er gríðargott hjá Steingrími því þó þetta virðist ekki stórt skref, þá er það þó mesta áfallið sem kvótakerfið hefur fengið, mér er nær að halda frá upphafi. Nú tryllast sægreifarnir, sannið þið til.

Þetta mun leiða í ljós að það er nægur fiskur á miðunum og vonandi verður skrefið stigið til fulls, frjálsar veiðar smábáta þar til reynslan sýnir hvort það sé hættulegt. Svo þarf að hætta smáfiskalokunum.


mbl.is Strandveiðar í stað byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband