Landburður af ufsa í Færeyjum

Mjög góð ufsaveiði er í Færeyjum, togararnir koma lunningafullir eftir skamma útiveru. Enginn kvóti er í Færeyjum en skipin fá úthlutað veiðidögum og mega veiða eins og þau geta af hvaða tegund sem er.
Þorskurinn virðist vera að ná sér úr lægðinni, aflinn er að vaxa og nýlega varð að grípa til skyndilokana vegna smáfisks í afla togara. Það er mjög óvenjulegt. Metafli var á þorski 2002 - 2003, síðan minnkaði hann mjög.rall1.jpg
Þá gerðist það um daginn að sjónvarpið fór í "rallið" með rannsóknaskipinu Magnúsi Heinasyni, nokkuð sem aldrei hefur gerst á Íslandi þar sem rallið er "leyndó" þar til það er löngu afstaðið.
Í þessari mynd frá Færeyska sjónvarpinu tönnlast fiskifræðingar á því að þorskurinn sé búinn, nokkuð sem er nánast skyldu- umræða. En viti menn, - allt í einu fæst 26 tonna hal af þorski - í þennan bleðil, sem kastað er á fyrirfram ákveðinn stað. Stæsta hal sem þeir hafa fengið í 6 ár! Það er yndislegt að sjá hvernig það vöðlast fyrir leiðangursstjóranum að skýra það út. Filmubúturinn um rallið byrjar eftir 3.25 mínútur á klippinu.

rall2.jpgSjá má á myndinni hér til hliðar að þorskurinn er vel haldinn, hnöttóttur af spiki. Það þýðir að stofninn er að springa út.

Vert er að minna á Kompásþáttinn um Færeyska kerfið frá 2007. Hann er eins og vínið, batnar með árunum. 


Bloggfærslur 17. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband