15.2.2009 | 20:57
Loðnuskandallinn
Nú syndir loðnan sem óðast framhjá okkur, gengur til hrygningar til þess að drepast svo á eftir. Snemma á níunda áratug síðustu aldar datt einum snillingi Hafró í hug að nauðsynlegt væri að hafa hrygningarstofninn 400 þús. tonn og hefur það ekki verið endurskoðað síðan. Þess vegna þarf að "mæla" þessi 400 þús tonn, áður en hægt er að fara að veiða.
Undanfarin ár hefur gengið illa að "telja" loðnuna en alltaf hefur gengið meiri loðna á miðin en "mælst" hafði þegar veiðar loks hófust. Leyfilegur afli hefur því ekki náðst mörg undanfarin ár. Núna hafa ekki enn mælst 400 þús tonn, þannig að segja má að 400 þús. tonnin sem hryngdu fyrir 3 árum eru að skila neikvæðum vöxtum!
Enn fá snillingarnir að leika sér. Skipin eru bundin en Hafró siglir um á einu skipi og fyrir framan tækið situr einhver sem telur og telur loðnu. - En ekki hafa enn fundist nógu margar. Vonandi voru mælarnir stilltir áður en þeir byrjuðu.
Ég lék mér með ýmsar spekúlasjónir í tilefni þess hvort leyfa eigi veiði eða ekki, umfram þau 400,000 tonn sem "bent hefur verið á" að nauðsynleg sé til viðhalds stofninum:
Ef hrognin í "nauðsynlegum" hrygningarstofni væru lögð hlið við hlið til þess að mynda perlufesti utan um jörðina:
Hrygningarstofn 400,000 tonn
Hrygnuhlutfall, hrygnur/hængar = 0.50
Einstaklingsþyngd 22 g
Hrygnufjöldi 9,090,909,091 stk
Hrognahlutfall 28 %
hrognaþvermál 0.60 mm
eðlisþyngd hrogns 1.00 g/cm3
hrognafjöldi pr. fisk 28,519 stk. (kúbisk)
Hrognafjöldi alls 259,259,259,310,239 stk
Lengd hrognakeðju 155,555,556 km
Ummál jarðar 40,000 km
Nær utan um jörðina 3,889 sinnum
Breidd trefils um jörðina 2.33 m
------
Ef 30 %
hrognanna verða að lirfum samsvarar það 18 lirfum í rúmmeter á 50,000 fersjómílna haffleti, sem er 25 metra þykkur
------
200 sjómílna lögsagan er 220,000 fersjómílur.
Dreifðust lirfurnar á hana alla, kæmu 103 stk. á hvern fermetra
Af þessu má sjá að varhugavert getur verið að minnka hrygningarstofninn.
Til greina kemur að setja upp klakstöð
Eða hvað?
Undanfarin ár hefur gengið illa að "telja" loðnuna en alltaf hefur gengið meiri loðna á miðin en "mælst" hafði þegar veiðar loks hófust. Leyfilegur afli hefur því ekki náðst mörg undanfarin ár. Núna hafa ekki enn mælst 400 þús tonn, þannig að segja má að 400 þús. tonnin sem hryngdu fyrir 3 árum eru að skila neikvæðum vöxtum!
Enn fá snillingarnir að leika sér. Skipin eru bundin en Hafró siglir um á einu skipi og fyrir framan tækið situr einhver sem telur og telur loðnu. - En ekki hafa enn fundist nógu margar. Vonandi voru mælarnir stilltir áður en þeir byrjuðu.
Ég lék mér með ýmsar spekúlasjónir í tilefni þess hvort leyfa eigi veiði eða ekki, umfram þau 400,000 tonn sem "bent hefur verið á" að nauðsynleg sé til viðhalds stofninum:
Ef hrognin í "nauðsynlegum" hrygningarstofni væru lögð hlið við hlið til þess að mynda perlufesti utan um jörðina:
Hrygningarstofn 400,000 tonn
Hrygnuhlutfall, hrygnur/hængar = 0.50
Einstaklingsþyngd 22 g
Hrygnufjöldi 9,090,909,091 stk
Hrognahlutfall 28 %
hrognaþvermál 0.60 mm
eðlisþyngd hrogns 1.00 g/cm3
hrognafjöldi pr. fisk 28,519 stk. (kúbisk)
Hrognafjöldi alls 259,259,259,310,239 stk
Lengd hrognakeðju 155,555,556 km
Ummál jarðar 40,000 km
Nær utan um jörðina 3,889 sinnum
Breidd trefils um jörðina 2.33 m
------
Ef 30 %
hrognanna verða að lirfum samsvarar það 18 lirfum í rúmmeter á 50,000 fersjómílna haffleti, sem er 25 metra þykkur
------
200 sjómílna lögsagan er 220,000 fersjómílur.
Dreifðust lirfurnar á hana alla, kæmu 103 stk. á hvern fermetra
Af þessu má sjá að varhugavert getur verið að minnka hrygningarstofninn.
Til greina kemur að setja upp klakstöð
Eða hvað?