Reynslan sýnir að mikil sókn stækkar stofna – og öfugt

Vísindanefnd NAFO lagði til veiðibann á rækju á Flæmska hattinum 1996 og árin þar á eftir, eða að þar yrði sókn í algjöru lágmarki, en aflinn 1995 hafði verið um 25 þúsund tonn. Ekki var farið eftir þessu, 40 skip voru þarna að veiðum og aflinn varð 46 þús. tonn. Þeir héldu áfram að ákveða niðurskurð en lítið var eftir því farið enda afli á skip í stöðugum vexti. Alls voru veidd 100 þúsund tonn umfram ráðgjöf  árin 1996-2001.

Rækja0001 

Afli skipa var góður en vegna lækkandi afurðaverðs og hækkandi olíuverð fækkaði skipum þarna ár frá ári og mátti telja þau á fingrum annarar handar 2008. Nú, árið 2009, hefur dregið mjög úr afla á skip og NAFO lagði til á fundi í september sl.  að veiðar yrðu stöðvaðar að stofninn mælist svo lítill!


Eins og áður sagði hefur sókn verið í lágmarki síðustu ár.  Þarna er komið að þeirri staðreynd að við auknar veiðar stækkar stofninn, gagnstætt því sem skrifstofuráðgjafarreiknimeistararnir fullyrða.  Sé hinsvegar dregið úr veiðum minnkar stofninn.  Það sem kemur út úr Kýrhausnum er öfugt við reynsluna. Þetta var reynslan af Hattinum og 15 ára veiði þar, en um þetta eru fjölmörg önnur dæmi, sem ég tek etv. fyrir síðar.Rækja0003 copy


Þá er mjög merkilegt að á fundinum sem áður var getið er um  þurfti atkvæðagreiðslu um veiðibannið.

Í viðtali við "Fiskifréttir" 26. nóvember sl. sagði Óttar Yngvason, sem gerir út rækjuskip, m.a. á Flæmska hattinum, að hann hann furðaaði sig á tillögu að veiðibanni: 

 ...."þótt sóknin hafi minnkað á Flæmingjagrunni er enn nokkur veiði þar..... Kanadamenn og Bandaríkjamenn  hafa alltaf viljað hrekja rækjuskipin burt, Kanadamenn vegna eigin hagsmuna og Bandaríkjamenn hafa verið í krossferð gegn veiðum í úthöfunum enda undir sterkum áhrifum frá græningjum. Norðmenn studdu tillöguna um bann og einnig Hafrannsóknastofnun sem þannig snérist gegn hagsmunum Íslendinga. Á fundi í London í september studdi EB ekki veiðibannið (!) og kom til atkvæðagreiðslu um tillöguna. Tillögunni var hafnað 6:4. Þeir sem voru á móti voru Kanadamenn, Kanar, Norðmenn og Íslendingar"!

 

Miklir menn erum við Hrólfur minn! 

Bloggfærslur 27. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband