12.11.2009 | 14:35
Meira salt! - Enn hækkar í síldartunnunni
Í fyrra var um 1/3 síldarstofnsins sýktur og þó þurfti ráðherraleyfi til að hreinsa Vestmannaeyjarhöfn af deyjandi síld. Þá var síldin með dökka bletti í holdi svo það hefði þurft að handflokka flök í vinnslu. Ekki hefur ástandið lagast, þriðjungur er nú sagður sýktur.
En kýrhausinn er ekki tómur; nú er síldin öll sögð hæf til manneldis, sýkingin sé ekki komin í holdið, hún sé bara í hjartanu.
Bíðum nú við. Hvar er sýkta, blettóta, síldin frá í fyrra? Læknaðist hún eða er hún öll dauð? Þá ætti stofninn að hafa minnkað sem því svarar, mínus vöxt og nýliðun. En hvað kemur út úr kýrhausnum?
Stofninn var ekki neitt minni í júni s.l. en hann var í fyrra og nýjasta mæling þeirra í kýrhausnum segir að hann hafi stækkað frá þeim tíma og það megi því veiða 40 þús tonn.
Henni hefur þá snjóað, ég fann nokkrar í garðinum í morgun.
(Kýrhausinn er fenginn að láni frá Ásgeiri Jakobssyni heitnum)
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)