Er hann kominn til Færeyja?

Skv. frétt "Dimmaletting í gær er rífandi þorskveiði við Færeyjar:

http://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/962222/

Hefur þorskurinn tekið á rás norðureftir? Varla svona snögglega. Þorskur er nefnilega fremur staðbundinn.  Og þó, við Færeyjar getur hann nefnileg látið veiða sig, þar eru engin aflatakmörk þegar fiskur gefur sig til.


mbl.is Hlýnun gæti aukið þorskgengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rífandi veiði í Færeyjum

Það fóru 83 tonn af þorski og mikið af öðrum tegundum um fiskmarkaðinn að Tóftum í Færeyjum í gær (7. okt.) skv. frétt úr "Dimmalætting". Alls voru seld 211 tonn af fiski fyrir 61 milljón ísl. króna.

Sl. mánudag (5. október) voru seld 172 tonn, þar af 70 tonn af þorski, á markaðinum fyrir rúmar 50 milljónir íslenskra króna. 42 tonn af ýsu seldust á um 10 milljónir.
Dimma
Mikið hefur veiðst af keilu, 35 tonn fóru um markaðinn í gær. Af skötusel seldust 10 tonn, meðalverð 650 kr. kg.

                        -------
Haldið hefur verið fram að fiskur sé búinn við Færeyjar, hann hafi verið veiddur upp skv. mínum ráðum. Hvað segja þeir nú sem friða fiskinn en svelta fólkið?

Þetta myndi nú koma sér vel hér heima en við megum  veiða. Hafró vill bíða og geyma en fólkið sveltur.

Þegar fiskur gefur sig til þurfa Færeyingar ekki að draga af sér. Þeim er úthlutað veiðidögum og mega landa eins öllu sem þeir geta veitt.

  Slíkt er ekki hægt í íslenska kvótakerfinu. Þar verða menn yfirleitt að kaupa aflann af sægreifunum - óveiddan.


Bloggfærslur 9. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband