Sjávarútvegurinn og ESB

Ég fékk fundarboð í dag frá Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, en þar er ég félagi:  
 
   SJÁVARÚTVEGURINN OG ESB
   Fundur í Þjóðminjasafninu n.k. sunnudag kl 15 - 17
  
> Ræðumenn:
> Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra
> Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö
> Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ
> Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Samtökum fiskvinnslustöðva

Mér fannst samsetning ræðumanna athyglisverð og svaraði fundarboðinu strax:
 
En gaman!
 
Ég er óænægður með að hafa ekki verið beðinn um að flytja framsögu á
þessm fundi. Ég er óháður vísindamaður og hef unnið fyrir
sjómannasamtök í Skotlandi og á Írlandi og þekki hvernig þetta kerfi
virkar og eftir hvaða vísindum því er í raun stjórnað. Þá er ég
sennilega eini fiskifræðingurinn sem hef haldið erindi fyrir
Fiskveiðinefnd bandalagsins: http://www.fiski.com/meira/meira109.html
 
Er maður alls staðar á svörtum lista?
 
Gangi ykkur vel,
kveðja, Jón
 


Bloggfærslur 7. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband