14.9.2008 | 16:59
Drapst lundinn örugglega úr hungri?
Þegar horaður fugl sést drepast deyr hann úr hungri en þegar horaður fiskur sést ekki drepast þá deyr hann vegna ofveiði og bátar eru brenndir til að stöðva ósómann.
Fyrir nokkrum dögum var skýrt frá því í Fréttablaðinu að mikil afföll hefðu orðið á lundapysjum (ungum) í hreiðrum í sumar. Pysjur sem enn væri lifandi væru horaðar og illa á sig komnar svo líklega ættu þær ekki framtíðina fyrir sér. Fram kom að um 80% afföll hefðu verið á pysjum í hreiðrum í sumar.
Þetta er nokkuð merkileg ályktun hjá náttúrufræðingum í Eyjum og virðast þeir lítið hafa lært af kollegum sínum, fiskifræðingum Hafró. Þó virtist að fyrr í sumar hefðu þeir tekið nokkuð mark á þeim því þegar fullorðinn fugl átti í mesta basli við að ná sér í matinn og fóðra unga sína gripu þeir til þess ráðs að leggja til friðun "hrygningarstofnsins". Veiðimenn í Eyjum voru ekki sammála og veiddu sér til matar en fóru að sögn varlegar í sakirnar en áður.
Menn eru sammála um að pysjurnar hafi dáið úr hor, - ekki verið veiddar. Hér er fuglinn greinilega að minnka stofninn og aðlaga hann að nýjum aðstæðum, fæðuskorti.
Er ekki einkennilegt að þegar sömu horeinkenni sjást hjá fiski, þá er hann friðaður til að koma í veg fyrir ofveiði. - Mæld afföll eru sögð vera vegna ofveiði! - Þarf ekki einhver að fara að læra eitthvað hjá einhverjum?
Fyrir nokkrum dögum var skýrt frá því í Fréttablaðinu að mikil afföll hefðu orðið á lundapysjum (ungum) í hreiðrum í sumar. Pysjur sem enn væri lifandi væru horaðar og illa á sig komnar svo líklega ættu þær ekki framtíðina fyrir sér. Fram kom að um 80% afföll hefðu verið á pysjum í hreiðrum í sumar.

Menn eru sammála um að pysjurnar hafi dáið úr hor, - ekki verið veiddar. Hér er fuglinn greinilega að minnka stofninn og aðlaga hann að nýjum aðstæðum, fæðuskorti.
Er ekki einkennilegt að þegar sömu horeinkenni sjást hjá fiski, þá er hann friðaður til að koma í veg fyrir ofveiði. - Mæld afföll eru sögð vera vegna ofveiði! - Þarf ekki einhver að fara að læra eitthvað hjá einhverjum?
Vísindi og fræði | Breytt 19.9.2008 kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)