"Ekkert stendur eftir"

Það setti að mér hroll þegar ég las greinina um Akranes í Mogga þann 1. Febrúar." Ekkert stendur eftir" hét hún og þar sagði frá því að þar hefðu róið 35 bátar fyrir kvótakerfi. Þeir hefðu landað 4500 tonnum af vertíðarfiski bara í skreið, auk annars afla afganginn af árinu.
Nú róa frá Skaganum 4 bátar með örfáum köllum og hafa 450 tonn í kvóta! Allt vegna kerfis sem sett var á og er haldið við í nafni fiskfriðunar. Að sögn er enn ofveiði en vart eru lengur nein skip á sjó. Akranes er þó ekki eini staðurinn, heldur samnefnari um ástandið í flestum fiskveiðibæjum landsins. Það er að styttast í endalokin. Hve lengi ætla stjórnmálammenn að líða meinlokuna í Hafró? Þegar allt verður búið - þarf enga “ráðgjöf”.


Bloggfærslur 5. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband